Innlent

Sjö ökuníðingar í Hafnarfirði

Sjö voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Einn þeirra sem tekinn var er sautján ára og nýkominn með bílpróf. Hann ók á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetra hraði; hann var á tvöföldum hámarkshraða. Þá tók lögreglan þar í bæ mann á bíl sem reyndist vera með eitt gramm af hassi í fórum sínum. Hann játaði eign efnisins við yfirheyrslur og var honum sleppt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×