Fleiri fréttir Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. 12.3.2005 00:01 Siglingar varasamar fyrir norðan "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 12.3.2005 00:01 Í lagi að selja allan Símann Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður IP-fjarskipta og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa telur það ekki ógna hagsmunum almennings að selja Símann í heilu lagi. 12.3.2005 00:01 Hafís rekur hratt til lands "Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. 12.3.2005 00:01 Morðinginn handtekinn Lögreglu í Atlanta í Bandaríkjunum tókst seinni partinn í gær að hafa hendur í hári mannsins sem skaut þrjá til bana í réttarsal í fyrradag. 12.3.2005 00:01 15 ára í einangrun á Litla-Hrauni Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald. 12.3.2005 00:01 Ár frá sprengjuárásunum í Madríd Spánverjar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðvar í Madríd með þeim afleiðingum að 191 maður lét lífið. Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum, þeim mannskæðustu sem samtökin hafa skipulagt í Evrópu. 11.3.2005 00:01 Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. 11.3.2005 00:01 Hafísinn nálgast landið Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær. 11.3.2005 00:01 Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. 11.3.2005 00:01 Lögreglan varar við netþrjótum Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. 11.3.2005 00:01 BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. 11.3.2005 00:01 Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 11.3.2005 00:01 Hungurverkfall í flugvél Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær. 11.3.2005 00:01 Sýrlenski herinn á brott Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. 11.3.2005 00:01 Ekki breyting á ráðgjöf Hafró Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi. 11.3.2005 00:01 Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. 11.3.2005 00:01 Skuldarar ærðir með trommuslætti Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar. 11.3.2005 00:01 Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. 11.3.2005 00:01 Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. 11.3.2005 00:01 Virkjanir ræddar á breska þinginu Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. 11.3.2005 00:01 Sameiginleg stefna BNA og Evrópu Verðlaun eru í boði hætti Íranar auðgun úrans. Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnu en Íranar láta sig það litlu skipta. 11.3.2005 00:01 Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. 11.3.2005 00:01 Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. 11.3.2005 00:01 Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. 11.3.2005 00:01 Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. 11.3.2005 00:01 Turninn við slökkvistöðina rifinn Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn. 11.3.2005 00:01 Sumarleyfisferðir til að hjálpa Í Þýskalandi er nú hafin herferð þar sem landsmenn eru hvattir til að fara í sumarleyfi til hamfarasvæðanna í Suðaustur-Asíu. Þróunarráðherra Þýskalands, Heidemarie Wieczorek-Zeul, segir það lífsnauðsynlegt fyrir eftirlifendur á svæðunum að mikil aukning verði í ferðamannaiðnaðinum þar svo hægt sé að byggja upp að nýju og fólkið hafi í sig og á. 11.3.2005 00:01 Byggingakrani féll á tvo bíla Byggingakrani féll við nýbyggingu í Hafnarfirði í hádeginu með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust. Enginn slasaðist. Orsök slyssins er í rannsókn. 11.3.2005 00:01 Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. 11.3.2005 00:01 Þrjú börn slösuðust í árekstri Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn. 11.3.2005 00:01 11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. 11.3.2005 00:01 Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. 11.3.2005 00:01 Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. 11.3.2005 00:01 Fórnarlambanna minnst í Madríd Tár féllu þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd var minnst í dag, ári eftir að saklausir lestarfarþegar á leið til vinnu urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna al-Qaida. 11.3.2005 00:01 Kosið milli Ágústar og Kristínar Kosið verður í seinni umferð kosningar um rektor Háskóla Íslands á fimmtudag. Þá verður kosið milli sigurvegara kjörsins í fyrradag, Ágústs Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur. 11.3.2005 00:01 Trassa skil Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. 11.3.2005 00:01 Skilar inn gögnum Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. 11.3.2005 00:01 Hæstiréttur vítti Sýslumann Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. 11.3.2005 00:01 Útvarpsstjóri átti einn kost Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra </font /></b /> 11.3.2005 00:01 Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. 11.3.2005 00:01 Fréttamenn bíða viðbragða Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra. 11.3.2005 00:01 Taugatitringur innan Árvakurs Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. 11.3.2005 00:01 Blair nær málamiðlun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tókst loks síðdegis í gær að ná samkomulagi við pólitíska mótherja sína sem átti að tryggja að ný hryðjuverkavarnalög kæmust í gegn um þingið. Frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. 11.3.2005 00:01 Fórnarlömb asískra kortasvindlara Hátt í 200 Íslendingar urðu fórnarlömb þaulskipulagðra asískra kortasvindlara í Bandaríkjunum sl. haust þar sem þeir náðu númerum af kreditkortum og debetkortum þúsunda einstaklinga. 11.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. 12.3.2005 00:01
Siglingar varasamar fyrir norðan "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 12.3.2005 00:01
Í lagi að selja allan Símann Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður IP-fjarskipta og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa telur það ekki ógna hagsmunum almennings að selja Símann í heilu lagi. 12.3.2005 00:01
Hafís rekur hratt til lands "Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. 12.3.2005 00:01
Morðinginn handtekinn Lögreglu í Atlanta í Bandaríkjunum tókst seinni partinn í gær að hafa hendur í hári mannsins sem skaut þrjá til bana í réttarsal í fyrradag. 12.3.2005 00:01
15 ára í einangrun á Litla-Hrauni Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald. 12.3.2005 00:01
Ár frá sprengjuárásunum í Madríd Spánverjar minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðvar í Madríd með þeim afleiðingum að 191 maður lét lífið. Hryðjuverkasamtökin Al-Kaída lýstu ábyrgð á árásunum, þeim mannskæðustu sem samtökin hafa skipulagt í Evrópu. 11.3.2005 00:01
Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. 11.3.2005 00:01
Hafísinn nálgast landið Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær. 11.3.2005 00:01
Hryðjuverkamönnum sleppt úr haldi Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar neyðst til þess að sleppa úr haldi meintum hryðjuverkamanni og líklegt er að sleppa verði átta til viðbótar þar sem ný lög gegn hryðjuverkum hafa ekki enn fengist samþykkt á breska þinginu. 11.3.2005 00:01
Lögreglan varar við netþrjótum Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. 11.3.2005 00:01
BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. 11.3.2005 00:01
Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 11.3.2005 00:01
Hungurverkfall í flugvél Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær. 11.3.2005 00:01
Sýrlenski herinn á brott Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. 11.3.2005 00:01
Ekki breyting á ráðgjöf Hafró Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi. 11.3.2005 00:01
Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. 11.3.2005 00:01
Skuldarar ærðir með trommuslætti Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar. 11.3.2005 00:01
Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. 11.3.2005 00:01
Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. 11.3.2005 00:01
Virkjanir ræddar á breska þinginu Á hálendi Íslands eru töfrandi fagrar óbyggðir og í landinu er byggt á stoltum, sjálfstæðum hefðum. Hætt er við að grafið verði undan hvoru tveggja með yfirgangi voldugra, alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta segir Sue Doughty, þingmaður á breska þinginu, sem vill að þingið geri athugasemdir við ólögleg áform um virkjun hálendisins. 11.3.2005 00:01
Sameiginleg stefna BNA og Evrópu Verðlaun eru í boði hætti Íranar auðgun úrans. Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnu en Íranar láta sig það litlu skipta. 11.3.2005 00:01
Skipti sér ekki af ráðningunni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki hafa skipt sér af ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Stjórnendur stofnunarinnar verði að stýra sínum eigin málum og bera ábyrgð á þeim. 11.3.2005 00:01
Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. 11.3.2005 00:01
Varðskipunum breytt í Póllandi Landhelgisgæslan hefur samið við pólska skipasmíðastöð um breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Samningstímabilið er tvö ár og verður Ægi breytt í sumar en Tý sumarið 2006. 11.3.2005 00:01
Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. 11.3.2005 00:01
Turninn við slökkvistöðina rifinn Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn. 11.3.2005 00:01
Sumarleyfisferðir til að hjálpa Í Þýskalandi er nú hafin herferð þar sem landsmenn eru hvattir til að fara í sumarleyfi til hamfarasvæðanna í Suðaustur-Asíu. Þróunarráðherra Þýskalands, Heidemarie Wieczorek-Zeul, segir það lífsnauðsynlegt fyrir eftirlifendur á svæðunum að mikil aukning verði í ferðamannaiðnaðinum þar svo hægt sé að byggja upp að nýju og fólkið hafi í sig og á. 11.3.2005 00:01
Byggingakrani féll á tvo bíla Byggingakrani féll við nýbyggingu í Hafnarfirði í hádeginu með þeim afleiðingum að tveir bílar skemmdust. Enginn slasaðist. Orsök slyssins er í rannsókn. 11.3.2005 00:01
Útvarpsstjóri fundar ekki Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. 11.3.2005 00:01
Þrjú börn slösuðust í árekstri Þrjú fötluð börn slösuðust minniháttar þegar rúta sem þau voru í ásamt fleiri börnum lenti í árekstri við jeppaá gatnamótum Háleitisbrautar og Ármúla nú síðdegis. Þau voru flutt á slysadeild og tildrög slyssins eru í rannsókn. 11.3.2005 00:01
11 milljóna bætur vegna vinnuslyss Verktakafyrirtæki og tryggingafélag þurfa að greiða manni rúmlega ellefu milljónir í bætur vegna vinnuslyss samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Hann var að vinna á þaki nýbyggingar þegar hann féll niður um gluggaop á þakinu sem var hulið einangrun. 11.3.2005 00:01
Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. 11.3.2005 00:01
Atlantsskip fær nýtt skip Atlantsskip tekur í notkun nýtt og stærra skip, Kársnes, nú í mars og mun það fylgja öðru skipi fyrirtækisins, Arnarnesi, í Evrópusiglingum fyrirtækisins. Kársnes kemur í stað Cesaria sem hefur verið í þjónustu Atlantsskipa um nokkurt skeið. 11.3.2005 00:01
Fórnarlambanna minnst í Madríd Tár féllu þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd var minnst í dag, ári eftir að saklausir lestarfarþegar á leið til vinnu urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna al-Qaida. 11.3.2005 00:01
Kosið milli Ágústar og Kristínar Kosið verður í seinni umferð kosningar um rektor Háskóla Íslands á fimmtudag. Þá verður kosið milli sigurvegara kjörsins í fyrradag, Ágústs Einarssonar og Kristínar Ingólfsdóttur. 11.3.2005 00:01
Trassa skil Fimmtán af 101 sveitarfélagi, eiga enn eftir að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 til félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga öll sveitarfélög að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir lok desembermánaðar. 11.3.2005 00:01
Skilar inn gögnum Frestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að skila greinargerð vegna máls sem Auður Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur höfðað gegn Hannesi rann út í gær. Heimir Örn Herbertsson, lögfræðingur Hannesar segir að öllum gögnum hafi verið skilað inn sem óskað var eftir. 11.3.2005 00:01
Hæstiréttur vítti Sýslumann Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. 11.3.2005 00:01
Útvarpsstjóri átti einn kost Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra </font /></b /> 11.3.2005 00:01
Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. 11.3.2005 00:01
Fréttamenn bíða viðbragða Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra. 11.3.2005 00:01
Taugatitringur innan Árvakurs Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. 11.3.2005 00:01
Blair nær málamiðlun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tókst loks síðdegis í gær að ná samkomulagi við pólitíska mótherja sína sem átti að tryggja að ný hryðjuverkavarnalög kæmust í gegn um þingið. Frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. 11.3.2005 00:01
Fórnarlömb asískra kortasvindlara Hátt í 200 Íslendingar urðu fórnarlömb þaulskipulagðra asískra kortasvindlara í Bandaríkjunum sl. haust þar sem þeir náðu númerum af kreditkortum og debetkortum þúsunda einstaklinga. 11.3.2005 00:01