Innlent

Seldu kökur fyrir sígarettur

Nemendur í 8. bekk HR í Austurbæjarskóla tóku reykingamenn á beinið í dag. Bekkurinn, sem er reyklaus, bakaði kökur og fór í Smáralind þar sem reykingamönnum voru boðnar kökur í skiptum fyrir sígarrettur. Sígarettunum var síðan eytt. Allt var þetta tekið upp á myndband sem sett verður á Netið. Krakkarnir segja reykingamenn almennt hafa tekið þeim vel, sumir hefðu að vísu ekki viljað viðurkenna að reykja og að í einhverjum tilfellum hefðu börn viðkomandi leiðrétt það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×