Innlent

Féll á milli hæða

Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan. Konan kvartaði undan eymslum í baki og var því flutt undir læknishendur. Konan hafði verið gestur í samkvæmi í húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×