Innlent

Háskólasetur Vestfjarða stofnað

Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta. Ávörp fluttu m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Dóra Hlín Gísladóttir, framkvæmdastjóri rannsóknastofunnar Agars á Ísafirði. Setrið tekur við háskólakennslu fyrir vestan af Fræðslusetri Vestfjarða. Stefnt er að því að eftir fimm ár stundi um 500 nemendur nám við hið nýja Háskólasetur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×