Innlent

Atlantsolía opnar brátt

Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum. Vinna við uppsetningu afgreiðslustöðvarinnar hefur gengið vel og verður þess væntanlega ekki langt að bíða að neytendur í Reykjanesbæ fái að njóta samkeppninnar með lægra verði á bensínlítranum. Fyrir er Atlantsolía með stöðvar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×