Innlent

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur. Björgunarsveitir frá Rangárvallarsýslu voru einnig settar í viðbragðsstöðu. Björgunarsveitarmenn fluttu manninn í snjóbíl sveitarinnar og hlúðu að honum meðan beðið var komu þyrlunnar. Þyrlan fór svo af slysstað um hálffjögur áleiðis til Reykjavíkur þar sem athugað verður nánar með meiðsl mannsins á Landspítalanum í Fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×