Innlent

Kræklingarækt í sókn

Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. Sex nýir aðilar hafa bæst í hluthafahóp Norðurskeljar og skiptast 60 prósent jafnt á milli Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, KEA og Tækifæris en Akureyrarbær, Byggðastofnun og Sæplast eiga samtals 15 prósent. Fyrri eigendur Norðurskeljar eiga nú 25 prósenta hlut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×