Hreyfing sem þunglyndislyf 13. mars 2005 00:01 Hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf og er það sterk vísbending um að það sé hægt að nota hreyfingu sem einn þátt í meðhöndlun þunglyndissjúklinga. Þetta segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð, sem ræddi rannsóknir sínar um áhrif hreyfingar á þunglyndi á málþingi sem Hugarafl, samtök geðsjúkra á batavegi, héldu í gær. Hreyfing er eitt af þeim málefnum sem brenna á notendum geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Ingibjörg segir hreyfingu fyrst og fremst hjálpa fólki með væg þunglyndiseinkenni, hreyfing komi alls ekki í staðinn fyrir lyf í erfiðu þunglyndi. Þó sé hreyfing góð sem viðbót fyrir alla þunglyndissjúklinga. Í Svíþjóð er vinnan komin langt á veg að sögn Ingibjargar. Þar sé verið að vinna að því að setja þessar hugmyndir inn í heilbrigðiskerfið þannig að læknar og sjúkraþjálfarar geti skrifað lyfseðla og svokallaða hreyfingarseðla. Þá þurfi að koma því í gegn að hreyfingarseðill skipti jafn miklu máli og lyfseðill. Nú segir hún mikilvægt að byggja í kringum þetta kerfi þannig að sjúklingar geti leitað eitthvað með sinn hreyfingarseðil. Ingibjörg sagðist ekki hafa fylgst mikið með þróun mála hér á landi en sagði umræður um svipað kerfi vera í gangi á hinum Norðurlöndunum. Ingibjörg segir ótvírætt að þetta sé ódýrari kostur en lyfjagjöf því þótt lyfjagjöfinni sé ekki hætt með öllu sé hægt að minnka hana. Ingibjörg kom til landsins í boði sjúkraþjálfafélagsins. Hún heldur erindi á aðalfundi sjúkraþjálfa og málþingi þeirra á miðvikudag. Þar kemur hún til með að ræða um streitu, kulnunareinkenni og þunglyndi, og áhrif hreyfingar á þessa þætti. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var fundarstjóri á málþinginu. Hann var sammála Ingibjörgu um það að hreyfing væri eitt af mikilvægustu málum til að halda andlegri heilsu. Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf og er það sterk vísbending um að það sé hægt að nota hreyfingu sem einn þátt í meðhöndlun þunglyndissjúklinga. Þetta segir Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð, sem ræddi rannsóknir sínar um áhrif hreyfingar á þunglyndi á málþingi sem Hugarafl, samtök geðsjúkra á batavegi, héldu í gær. Hreyfing er eitt af þeim málefnum sem brenna á notendum geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Ingibjörg segir hreyfingu fyrst og fremst hjálpa fólki með væg þunglyndiseinkenni, hreyfing komi alls ekki í staðinn fyrir lyf í erfiðu þunglyndi. Þó sé hreyfing góð sem viðbót fyrir alla þunglyndissjúklinga. Í Svíþjóð er vinnan komin langt á veg að sögn Ingibjargar. Þar sé verið að vinna að því að setja þessar hugmyndir inn í heilbrigðiskerfið þannig að læknar og sjúkraþjálfarar geti skrifað lyfseðla og svokallaða hreyfingarseðla. Þá þurfi að koma því í gegn að hreyfingarseðill skipti jafn miklu máli og lyfseðill. Nú segir hún mikilvægt að byggja í kringum þetta kerfi þannig að sjúklingar geti leitað eitthvað með sinn hreyfingarseðil. Ingibjörg sagðist ekki hafa fylgst mikið með þróun mála hér á landi en sagði umræður um svipað kerfi vera í gangi á hinum Norðurlöndunum. Ingibjörg segir ótvírætt að þetta sé ódýrari kostur en lyfjagjöf því þótt lyfjagjöfinni sé ekki hætt með öllu sé hægt að minnka hana. Ingibjörg kom til landsins í boði sjúkraþjálfafélagsins. Hún heldur erindi á aðalfundi sjúkraþjálfa og málþingi þeirra á miðvikudag. Þar kemur hún til með að ræða um streitu, kulnunareinkenni og þunglyndi, og áhrif hreyfingar á þessa þætti. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, var fundarstjóri á málþinginu. Hann var sammála Ingibjörgu um það að hreyfing væri eitt af mikilvægustu málum til að halda andlegri heilsu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira