Fleiri fréttir

Heimasíða með nöfnum dópsala

Maður í Breiðholti hefur sett upp heimasíðu þar sem hann nafngreinir tuttugu og fimm menn og heldur því fram að þeir séu viðriðnir eiturlyfjasölu. Maðurinn sem stendur á bak við síðuna segir handrukkara hafa rænt syni hans og upp úr því hafi hann farið að safna sér upplýsinga um eiturlyfjasala.

Hætta matardreifingu vegna árása

Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan.

Takmarka fjölda pílagríma

Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda.

Sjöundi maðurinn í gæsluvarðhald

Karlmaður sem var handtekinn í Reykjavík í fyrradag vegna rannsóknar á smygli mikils magns fíkniefna með Dettifossi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október næstkomandi. Hann er sjöundi maðurinn sem er handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt.

Álitshnekkir fyrir Hæstarétt

Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt.

Grófu um 300 manns í fjöldagröf

Talið er að um 300 lík kúrdískra karla, kvenna og barna sé að finna í fjöldagröf sem fannst í norðurhluta Íraks. Fórnarlömbin eru talin vera fólk sem myrt var þegar Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, fyrirskipaði herferð gegn Kúrdum á árunum 1987 og 1988.

Bandaríkjamenn fá flest verðlaun

Enn einu sinni voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í hópi þeirra sem hlutu Nóbelsverðlaun í vísindagreinum. Evrópa hefur dregist langt aftur úr en leitar leiða til að vinna upp forskot Bandaríkjamanna. </font /></b />

Tugir létust í bílslysum

Á annað hundrað manns létust eða slösuðust í umferðarslysum á Spáni frá síðasta föstudegi og fram að miðnætti aðfaranætur miðvikudags. Helgin er ein af mestu ferðahelgum ársins en á þriðjudag minntust Spánverjar þess að Kristófer Kólumbus fann Ameríku og héldu hátíðlegan dag jómfrúarinnar af Pilar.

Alltof fáir hjúkrunarfræðingar

Barnaspítali í Dublin er svo illa haldinn af skorti á hjúkrunarfræðingum að hann hefur tvívegis þurft að fresta hjartaaðgerðum á börnum síðustu daga. Spítalinn sætir rannsókn yfirvalda vegna láts tveggja ára stúlku í júní í fyrra. Hún lést degi eftir að hjartaaðgerð sem hún átti að gangast undir var frestað.

Hafnfirðingar vilja nýja sundhöll

Hafnfirðingar kölluðu á íbúaþingi sem haldið var síðasta laugardag eftir úrbætum vegna langra biðlista í tónlistarnámi. Einnig var kallað eftir nýrri sundhöll og bættri aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta. 

Vökufólk afgreiði ekki Sólbak

Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku beinir þeim tilmælum til félagsmanna sinna að afgreiða ekki Sólbak EA-7 komi skipið til hafnar á Siglufirði.

Fordæmir vinnubrögð Brims

"Reynt er að brjóta samstöðu sjómanna á bak aftur með stuðningi yfirvalda og lögreglunni sigað á verkfallsmenn, sem lýsir best útgerðarauðvaldi sem svífst einskis í samskiptum við launafólk," segir í yfirlýsingu Eflingar-stéttarfélags um vinnubrögð Útgerðarfélagsins Brims hf. í samskiptum við sjómenn.

Ósáttur við hærri gjöld

Ágúst Einarsson, prófessor við viðskiptafræðiskor Háskóla Íslands, gagnrýnir harðlega fyrirætlanir þær sem fram koma í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að skrásetningargjöld við háskólann hækki í 45 þúsund krónur. Gjöldin eru nú 32.500 krónur.

Ómetanleg landkynning

Kynning á landi og þjóð á borð við þá sem nýverið fór fram í Frakklandi þar sem ísjaki úr Jökulsárlóni var fluttur til Parísar styrkir ímynd landsins og er ómetanleg fyrir markaðssetningu ferðaþjónustunnar, segir í ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar.

Sjávarhiti mildar norðanáttina

Þjóðtrú segir að vetur verði mildur ef rignir þrisvar fyrir jól. Hlýrri sjór fyrir norðan land hitar vindinn þannig að fremur rignir en snjóar. Miklar sveiflur í hita sjávar valda loftslagsbreytingum á norðurhveli sem jafnast á við gróðurhúsaáhrif.

Veikir skulu á sjóinn

Í nýjum ráðningarsamningi sem útgerðarfélagið Þorbjörn-Fiskanes á Suðurnesjum hefur boðið sjómönnum er ákvæði um að "ekkert mæli á móti því" að veikur maður haldi út á sjó með skipi sínu ef ljóst má vera að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga.

Vilja landið af viljuga listanum

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði segir Alþingi hafa verið sýnd óvirðing með ákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra um að setja Ísland á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak án þess að ákvörðunin væri borin undir utanríkismálanefnd Alþingis.

Hafnargerð hófst í sumar

Næstu tvö ár vinnur hafnasjóður Fjarðarbyggðar við gerð álvershafnar við Hraun í Reyðarfirði. "Bryggjan verður 380 metra löng með 14,3 metra dýpi, en það er mesta dýpi sem þekkist við bryggju hér á landi," segir í tilkynningu bæjarfélagsins.

Meintir dópsalar taldir upp

<strong><a href="http://dopsalar.blogspot.com">Vefsíða</a></strong> með lista yfir nöfn meintra eiturlyfjasala hefur verið sett upp á netinu. Fyrir síðunni stendur Björn Sigurðsson og lýsir hann þar ástæðum þess að hún var sett upp.

Teflt á tæpasta vað

Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur.

Loftárásir í Fallujah

Að minnsta kosti tveir óbreyttir borgarar féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Fallujah í nótt.  Talsmenn Bandaríkjahers sögðu að árásirnar hefðu verið gerðar hluta borgarinnar Fallujah þar sem hryðjuverkamenn halda til. Árás uppreisnarmanna var einnig gerð nú í morgun á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Basra, engar fregnir eru þó af mannfalli.

4 skip eftir

Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum.

Yfir 80% nota netið

81% kvenna og 84% karla notuðu netið síðastliðna þrjá mánuði, samkvæmt athugun Hagstofunnar, sem þykir mikið í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um vaxandi not af netinu má nefna að í síðustu viku voru seldir flugmiðar með Flugfélagi Íslands fyrir yfir einn milljarð króna, sem er met, en aðeins þrjú ár eru síðan að fólki gafst fyrst kostur á að kaupa farseðla með félaginu á netinu.

Félag Sólbaks fer fram á lögbann

Útgerðarfélag togarans Sólbaks hefur farið fram á lögbann gegn Sjómannasambandinu, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Vélstjórafélaginu og Einingu-Iðju, til að koma í veg fyrir að að menn á þeirra vegum trufli, eða komi í veg fyrir löndun úr togaranum, eins og gerðist í síðustu viku.

Slapp vel úr bílflaki

Það þykir ótrúlegt 17 ára stúlka, Laura Hatch, hafi lifað af að vera föst í bílflaki, illa slösuð, í átta daga. Foreldrar stúlkunnar, sem búsett er í Washington ríki, voru farnir að trúa því að hún væri látin og lögreglan taldi að hún hefði hlaupist á brott. Hún fannst hins vegar í bílflaki sínu, 60 metra ofan í gljúfur.

Kydland þekktur fyrir stefnumótun

Finn E. Kydland, sem deildi í gær Nóbelsverðlaununum í hagfræði með bandarískum starfsbróður, er hvað þekktastur fyrir áherslur sínar á mikilvægi langtíma stefnumótun í ríkisfjármálum, í stað geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna á hverjum tíma. Hann er þriðji norðmaðurinn, sem hlýtur hagfræðiverðlaunin á þrjátíu og fimm árum.

Bíll skemmdist í vatnselg

Bíll skemmdist en engan sakaði, þegar honum var ekið ofan í mikinn vatnselg, sem myndaðist undir umferðarbrúnni á mótum Kársnesbrautar og Nýbýlavegar upp úr klukkan fjögur í nótt. Kaldavatnsleiðsla í brekkunni fyrir ofan sprakk svo vatn flæddi niður hlíðina og safnaðist undir brúnna, þar sem niðurföll höfðu ekki undan.

5 með sjálfbæra ferðaþjónustu

Öll sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, hafa fyrst sveitarfélaga á norðurhveli jarðar, uppfyllt skilyrði Green Globe 21 umhverfismerkingarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þetta er sjötta svæðið í heiminum sem uppfyllir skilyrðin. Vottunin verður kynnt á ráðstefnu Alþjóðaferðamálaráðsins í næstu viku

Búnaður til kjarnavopna hvarf

Búnaður og hráefni sem hægt hefði verið að nota til að smíða kjarnorkuvopn, hafa horfið í Írak eftir árás bandamanna á landið í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Sameinuðu Þjóðanna. Heilu byggirnar, sem hýstu búnaðinn, eru horfnar án þess að það hafi verið tilkynnt til samtakanna.

Hópsjálfsmorð rannsökuð

Lögreglan í Japan rannsaknar nú hópsjálfsmorð níu einstaklinga. Um svokallað net-sjálfsmorð er að ræða, þar sem hópur sem kynnist á netinu ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Lögreglan segir jafnframt að frá árinu 2003 hafi 34 slík sjálfsmorð komið til þeirra kasta.

Tyrkirnir 10 komnir heim

Tíu tyrkneskir gíslar, sem var sleppt á sunnudag, komu til Bagdad í morgun, frjálsir ferða sinna. Þeir vinna hjá tyrknesku byggingafyrirtæki í írak, sem ætlar að halda starfssemi sinni áfram þrátt fyrir mannránin. Gíslarnir voru vel á sig komnir við komuna til Bagdad.

Lík Bigleys utan við suður-Baghdad

Líki breska gíslsins Kenneths Bigley var komið fyrir rétt utan við suðurhluta Bagdad, segja heimildir Reuters fréttastofunnar meðal uppreisnarmanna í Írak. Líkið hefur ekki fundist. Bigley var hálshöggvin síðastliðinn fimmtudag og myndband af aftökunni sent arabískri sjónvarpsstöð.

Þóttist vera lýtalæknir

Lögreglan í Flórída hefur handtekið eftirlýstan mann sem þóttist vera lýtalæknir og deyfði sjúklinga sína með dýralyfjum og setti brjóst í skálastærð C á karlkyns vaxtaræktarmann, sem hafði óskað eftir stærri brjóstkassa.

Sýslumaður tekur málið fyrir

Það ræðst í dag hvort sýslumaður á Akureyri fellst á lögbannsbeiðni útgerðarfélags togarans Sólbaks á samtök sjómanna, til að koma í veg fyrir truflanir við löndun úr togaranum, sem er væntanlegur til lands í fyramálið.

3 skip farin, 4 eftir

Þrjú rússnesk herskip, sem verið hafa við æfingar fyrir austan land undanfarna daga, héldu í átt frá landinu í gærdag og eru þá fjögur skip eftir. Skipherrann á beitiskipinu Pétri mikla, tilkynnti skipherra á skipi Landhelgisgæslunnar í gær, að hann hygðist einnig halda frá Íslandi í kvöld, ásamt þremur síðustu skipunum.

Útbúnaður til kjarnavopna horfinn

Útbúnaður til að búa til kjarnavopn hefur horfið frá Írak eftir að innrásin var gerð, segja vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lagt ýmsar hömlur á starf eftirlitsmanna frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Írak, og verða þeir að treysta á gervihnattamyndir og aðrar heimildir.

Höfðu öll tilskilin réttindi

Forsvarsmenn Ferðabatterísins This is Iceland sem skipulögðu jeppaferð sem endaði með banaslysi á sunnudaginn, segjast hafa haft öll tilskilin leyfi fyrir ferðinni og rekstri fyrirtækisins.

11 al-Qaeda liðar hafa horfið

Að minnsta kosti ellefu grunaðir al-Qaida liðar hafa horfið meðan þeir hafa verið í varðhaldi í Bandaríkjunum, og sumir hafa verið pyntaðir, að sögn mannréttindasamtaka.

Hagnaðurinn nálgast 12 milljarða

Hagnaður af rekstri KB banka á þriðja ársfjórðungi nam rúmlega fimm og hálfum milljarði króna og hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins nemur 11,7 milljörðum króna. Það er hagnaður upp á vel á annan milljarð króna á mánuði. Arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðina nam 32,5%.

Esso og Skeljungur hækka

Olíufélögin Essó og Skeljungur hækkuðu verð á bensíni í morgun og tóku þar með til baka lækkunina fyrir helgi og gott betur. Almennt sjálfsafgreisðluverð hjá félögunum á Reykjavíkursvæðinu er nú 109 krónur og 50 aurar, eða 40 aurum hærra en áður en þau lækkuðu verðið óvænt upp úr miðri síðustu viku, í kjölfar hækkunar, nokkrum dögum áður.

Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs í þessum mánuði er 0,76 prósentum hærri en í síðasta mánuði. Hækkunina má að mestu rekja til verðhækkunar á fatnaði og húsnæði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2%, sem jafngildir 4,9% verðbólgu á einu ári.

Fíkniefni og vopn gerð upptæk

Lögreglan á Snæfellsnesi gerði töluvert af fíkniefnum og heilt vopnabúr upptækt á föstudagskvöld. Fíkniefnin og vopnin fundust á heimili karls og konu á fertugs- og fimmtugsaldri á Hellissandi.

Hópsjálfsmorð í Japan

Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, sem var skipulagt á Netinu. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum vefsíðu sem hvetur fólk til að fyrirfara sér. Sjö ungmenni, um og undir tvítugu, fundust í sendiferðabíl utan við Tókíó. Tvær konur fundust í bíl sunnan við borgina.

Segir stöðu heyrnarlausra óþolandi

Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, segir ófremdarástand ríkja í túlkaþjónustu heyrnarlausra og kennir um viljaskorti stjórnvalda til að leysa málið.

Sjá næstu 50 fréttir