Innlent

Vökufólk afgreiði ekki Sólbak

Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku beinir þeim tilmælum til félagsmanna sinna að afgreiða ekki Sólbak EA-7 komi skipið til hafnar á Siglufirði. Stjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Sjómannasambands Íslands vegna "svokallaðra ráðningarsamninga Útgeðarfélagsins Sólbaks ehf. við sjómenn á Sólbak EA-7. Stjórn Vöku harmar að útgerðin skuli geta fengið lögreglu í lið með sér í þessum aðgerðum og skuli geta fengið sett lögbann á hugsanlegar aðgerðir," segir í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×