Fleiri fréttir

Vinnuslys í Árbænum

Lögregla og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan eitt vegna vinnuslyss í Árbænum. Vinnueftirlitið hefur verið sent á staðinn, en meiðsl á fólki liggja ekki fyrir að svo stöddu að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

Lukashenko vill 3. kjörtímabilið

Hvít-Rússar kjósa nú um það hvort forseti landsins skuli sitja sitt þriðja kjörtímabil. Kosningarnar sjálfar fara fram á sunnudaginn, en þeir íbúar landsins sem ekki eiga heimakvæmt á kjörstað þá kjósa í dag.

Yukos þarf að selja

Yfirvöld í Rússlandi hyggjast fá yfirmenn Yukos olíufyrirtækisins til þess að selja hluta fyrirtækisins svo því reynist unnt að greiða 8 milljarða dollara skuld sína. Ekki hefur fengið staðfest hver kaupandinn verður, en búist er við að hugmyndin sé að koma þeim hluta fyrirtækisins sem seldur verður aftur undir hendur hins opinbera.

Olían enn á uppleið

Metverð á Olíu er í dag, sjötta daginn í röð. Á hádegi var verðið á olífatinu í Bandaríkjunum komið yfir 54 dollara í fyrsta sinn og í Bretlandi kostaði fatið 51 og hálfan dollara á sama tíma. Olíverð hefur hækkað um 66% á heimsmarkaði á þessu ári og er hætt við því að það haldi áfram að hækka á meðan olíuverkfallið í Nígeríu stendur yfir.

Framlög til túlkaþjónustu hækkuð

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu menntamálaráðherra um að hækka fjárframlög til túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa. Fjárframlögin verða hækkuð um 2 milljónir það sem eftir lifir þessa árs og í fjárlögum næsta árs hækka þau úr 4 milljónum króna í 10 milljónir.

Fjölgað í nefndinni

Tillaga menntamálaráðherra um að fjölga fulltrúum í fjölmiðlanefnd úr fimm í sjö var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Mikil óánægja var með það að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír ættu að deila tveim sætum í nefndinni og nú hefur verið komið til móts við það og fær Frjálslyndi flokkurinn því líkast til sinn fulltrúa í nefndina.

Lögbann sett á aðgerðir

Sýslumaðurinn á Akureyri féllst í dag á að setja lögbann á aðgerðir sjómannasamtaka og verkalýðsfélaga sem stöðvuðu löndun úr togaranum Sólbaki. Lögbannið, sem var sett að kröfu útgerðarfélags skipsins, tekur gildi þegar í stað, en Útgerðarfélagið þarf að höfða mál því til staðfestingar innan viku.

Á slysadeild eftir fall

Karlmaður var fluttur á slysadeild um klukkan hálf tvö í dag, eftir að hafa fallið niður af tveggja metra háum vinnupalli í Árbænum. Maðurinn var að rétta verkfæri niður af pallinum, þegar pallurinn, sem var á hjólum fór af stað, með þeim afleiðingum að hann féll af honum og lenti á bakinu.

Össur ánægður með breytingu

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist fagna því að menntamálaráðherra hafi séð að sér varðandi fjölda fulltrúa í fjölmiðlanefnd. Hún hafi farið afar ógætilega af stað í málinu, en samstillt viðbrögð stjórnarandstöðunnar hafi orðið til þess að hún hafi séð að sér. 

Undarleg ósamstaða andstöðunnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Menntamálaráðherra, segist hafa ákveðið að fjölga fulltrúum í fjölmiðlanefnd vegna þeirrar óánægju sem fram hafi komið hjá stjórnarandstöðunni vegna málsins. Hún segir að aldrei hafi komið til greina að fara af stað með nefnd sem væri ósætti um frá upphafi og því hafi verið sjálfsagt að bregðast við beiðni stjórnarandstöðunnar

Nýr Ormur á MSN

Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner"

Vilja takmarkað botnvörpubann

Vernda þarf viðkvæm svæði á hafsbotni til að koma í veg fyrir tjón á lífríki nytjafiska í kringum landið. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Vinstri grænna, sem lögð er fram í þriðja sinn á þingi nú í haust. Í tillögunni segir að stöðugt fjölgi vísbendingum um tjón á lífríki hafsbotnsins við hömlulitla notkun botnveiðarfæra.

Lögbann á sjómenn

Lögbann hefur verið sett á aðgerðir sjómannasamtaka og verkalýðsfélaga við löndun úr togaranum Sólbaki frá Akureyri. Útgerðarfélag skipsins fór fram á bannið hjá sýslumanninum á Akureyri í gær.

Bandaríkjamenn sigra í tölvumóti

Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi á fjórða heimsmeistaramótinu í tölvuleikjum, World Cyber Games, sem haldið var í San Francisco um helgina. Keppt var í "Counter Strike" og Team 3-D frá Bandaríkjunum vann úrslitaviðureignina við liðið Titans frá Danmörku. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum.

25 milljónir í ferðastyrk

Landsbanki Íslands mun styrkja Sinfóníuhljómsveit Íslands um 25 milljónir króna til utanferða. Í samkomulagi bankans og hljómsveitarinnar segir að í ferðum hljómsveitarinnar skuli faglegur metnaður og kynning íslenskrar tónlistar vera í fyrirrúmi.

Ísland frjálsast og ríkast

Íslendingar eru frjálsasta og ríkasta fólk í heimi, af því þeir skilja að smátt er fagurt og hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið, segir breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Daniel Hannan er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska íhaldsflokksins, og einn leiðarahöfunda stórblaðsins Daily Telegraph.

Tyrkirnir 10 látnir lausir

Tíu tyrkneskir gíslar sem voru í haldi andspyrnumanna í Írak voru látnir lausir í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír erlendir gíslar hafa verið myrtir í Írak á síðustu sex mánuðum. Gíslarnir tíu hafa verið í haldi mannræningja í 38 daga, sem hótuðu að taka þá af lífi ef byggingafyrirtækið sem þeir vinna hjá hætti ekki starfsemi í Írak.

Hópsjálfsmorð skipulagt á netinu

Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, skipulagt á Netinu. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í Japan er að finna fjöldan allan af vefsíðum fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum slíka síðu.

Fjöldasjálfsmorð í Japan

Níu ungir Japanar frömdu sjálfsmorð eftir að hafa kynnts á sjálfsmorðssíðu á Netinu. Þrýst er á japönsk yfirvöld að loka slíkum síðum. Ríflega 34 þúsund Japanar frömdu sjálfsmorð í fyrra.

Brennuvargur enn ófundinn

Ríflega tvær vikur eru nú liðnar síðan Votmúli, atvinnuhúsnæði á Blönduósi, brann nánast til kaldra kola. Enn er talið að kveikt hafi verið í húsinu en Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að rannsókn hafi engu skilað.

Lofa að smíða ekki kjarnavopn

Íranar hétu Evrópuþjóðum því í gær að ef Evrópubúar létu þá í friði varðandi framleiðslu á kjarnorku myndu þeir lofa því að smíða ekki kjarnorkusprengju. Evrópsk og bandarísk yfirvöld veltu því fyrir sér hvort fara mætti aðra leið, hvort réttast væri að greiða Írönum fyrir að hætta framleiðslu á kjarnorku.

Geislavirkni minnkar

Geislavirkni á norðurskautssvæðinu fer nú minnkandi, mörgum árum eftir að Sovétmenn hættu að stunda kjarnorkutilraunir ofanjarðar og kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbyl 1986.

Afríka illa rekin

Afríkubúar gáfu ríkisstjórnum í 28 löndum heimsálfunnar slæma einkunn í opinberum rekstri í könnun sem gerð var meðal 50 þúsund fjölskyldna og tvö þúsund sérfræðinga. Könnunin var unnin fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og er sú fyrsta sinnar tegundar.

Telja sjálfstæðismann vanhæfan

Vinstri grænir í sveitarstjórn Skagafjarðar telja að Bjarni Maronsson, sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram tillögu um að fara með Villinganesvirkjun í kynningu, sé vanhæfur í málinu.

Kirkjan styrkir stöðu sína

Meirihluti landsmanna telur stöðu Þjóðkirkjunnar sterka enda þótt stór hluti þjóðarinnar segi að greina eigi á milli ríkis og kirkju. Fleiri telja sig eiga mikla samleið með kirkjunni en áður en þátttaka hennar í þjóðfélagsumræðum er hins vegar umdeild.

Tvö rússnesk herskip á leiðinni

Tvö rússnesk herskip sem tóku þátt í rússnesk-bandarísku heræfingunni á Norður-Atlantshafi munu slást í hóp þeirra fjögurra herskipa sem enn halda til úti af Langanesi.

Gruna að ein byssan sé illa fengin

Fjöldi vopna fundust í þremur húsleitum á Hellissandi um síðustu helgi. Leitarheimild var fenginn eftir að par, á fertugs og fimmtugsaldri, var handtekið grunað um fíkniefnamisferli. Parið hafi húsin, þrjú sem leitað var í, til umráða.

Rótleysið eykst með degi hverjum

Lítil hætta er talin á að kennaraverkfallið leiði til brottfalls á meðal grunnskólanema. Sérfræðingar óttast þó að ákveðinn hluti nemenda muni eiga í vaxandi erfiðleikum eftir því sem líða tekur á verkfallið.

Sögð hafa flutt 14 kíló af hassi

37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn.

Próföstum og prestssetrum fækkað

Kirkjuþing hefst á sunnudaginn en samkoman fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Ýmis mál liggja fyrir þinginu og má búast við heitum umræðum um sum þeirra.

Fundur í undanþágunefnd á morgun

Að öllum líkindum verður haldinn fundur í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara á morgun, eftir vikuhlé. Fyrir nefndinni liggja tuttugu undanþágubeiðnir sem allar eru vegna fatlaðra barna. Fulltrúi sveitarfélaga í nefndinni segist ítrekað hafa óskað eftir fundi frá 4. október, en þá lágu tíu umsóknir fyrir.

Samskiptin versna ef Bush vinnur

Hætt er við því að samskiptin milli Evrópu og Bandaríkjanna versni enn, verði Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Á hinn bóginn myndi kosning Kerrys geta bætt andrúmsloftið til muna. Þetta segir franskur blaðamaður og háskólakennari, sem staddur er hér á landi.

Lögbann á aðgerðir Sjómannasamtaka

Lögbann var sett á aðgerðir sjómannasamtakanna vegna Sólbaks í dag. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segist hryggur yfir þessari niðurstöðu, en að baráttunni sé alls ekki lokið. Útgerðarmaður Sólbaks segir þetta staðfesta rétt útgerðarinnar í málinu og að Sólbakur landi á Akureyri á morgun.

Ekki í höndum sveitarfélaga

Sveitarstjórnarmenn taka ekki afstöðu í kennaradeilunni og skýla sér á bak við Launanefnd Sveitarfélaganna, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi bendir á að samningagerð sé ekki í höndum sveitarstjórnarmanna og segist bera fullt traust til samninganefndarinnar.

Kennarar út fyrir sitt svið

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að forystumenn kennara skipti sér af starfsemi utan verkfallsins í þeim tilgangi að valda sem mestum óþægindum og formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að átök eigi eftir að verða á bryggjunni vegna útgerðar Sólbaks.  

Bera þau kjarnavopn?

Óljóst er hvort rússnesku herskipin sem verið hafa við æfingar norðaustur af Íslandi beri kjarnorkuvopn. Eitt skipanna er þó kjarnorkuknúið og hefur getu til að bera tuttugu kjarnorkuflaugar. Líklegt er að herskipin verði við Íslandsstrendur í einhverja daga til viðbótar.  

Óttast ekki fjárhaginn

Karl Sigurbjörnsson biskup segist ekki óttast um fjárhag kirkjunnar þótt ríki og kirkja yrðu skilin að eins og helmingur landsmanna vill. Kirkjan gerði þá kröfu til hundraða gamalla kirkjujarða. Hann segist hinsvegar óttast um siðinn í landinu og þau grunvallargildi sem tilvera þjóðarinnar byggist á.

Stal senunni á Alþingi í dag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra stal senunni í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um táknmálstúlkun þar sem lág fjárframlög og óvissa um túlkaþjónustu voru til umræðu. Ráðherrann lýsti því yfir að hún hefði þegar tryggt að tíu milljónum yrði árlega varið til táknmálstúlkunar.

40 dagar liðnir

Í dag lauk formlegu fjörtíu daga sorgartímabili vegna fórnarlamba hryðjuverkanna í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi. Óttast er að átök kunni að blossa upp í bænum í kjölfarið. 340 létust í hryðjuverkunum, þar af helmingurinn börn. Í dagv var þögn í Beslan til þess að minnast atburðanna, kerti mátti víða sjá og blóm voru lögð í skólastofur.

Viðbúnaður vegna smygls

Tollgæslan hafði töluverðan viðbúnað við Sundahöfn í dag vegna smygls í fóðurflutningaskipi. Skipið heitir Sylvia og er skrá á Gibraltar. Það er hefur um skeið flutt fóður hingað til lands, en í morgun þótti sérstök ástæða til að skipta sér af af skipverjum.

Kirkjuþing ræðir peningaprestinn

Séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað á Snæfellsnesi vill að Kirkjuþing ræði málefni séra Láru G. Oddsdóttur á prestssetrinu Valþjófstað. Lára fékk rúmar átta milljónir króna í eigin vasa af fimmtán milljóna bótum sem Landsvirkjun greiddi til Valþjófsstaðar. Lára er í fríi á Spáni en Guðjón mætir á Kirkjuþing.

Innrásin ýtti undir hryðjuverk

Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverkum og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niðurstaða Jaffee-herfræðistofnunarinnar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hugmyndaveita Ísraela í varnarmálum.

Eftirlaunin í hættu

Breska eftirlaunakerfið er ekki í takt við raunveruleikann og hefur í för með sér að margir kunna að búa við fátækt þegar þeir fara á eftirlaun á næstu áratugum. Þetta er niðurstaða nefndar á vegum breskra stjórnvalda sem hefur kannað eftirlaunakerfið og framtíð breskra launþega þegar þeir fara á eftirlaun.

Sjá næstu 50 fréttir