Innlent

Fordæmir vinnubrögð Brims

"Reynt er að brjóta samstöðu sjómanna á bak aftur með stuðningi yfirvalda og lögreglunni sigað á verkfallsmenn, sem lýsir best útgerðarauðvaldi sem svífst einskis í samskiptum við launafólk," segir í yfirlýsingu Eflingar-stéttarfélags um vinnubrögð Útgerðarfélagsins Brims hf. í samskiptum við sjómenn. Fjöldi stéttarfélaga hefur ályktað um málið undanfarna daga og líkt og Efling skorað á félagsfólk að sinna ekki löndun eða aðri þjónustu við Sólbak EA-7 meðan á deilu Sjómannasambandsins og útgerðarinnar stendur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×