Teflt á tæpasta vað 13. október 2004 00:01 Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir teflt á tæpasta vað með tilboði í kennaradeilunni þar sem gengið sé lengra en í nokkrum öðrum samningum. Hann sakar kennara um óbilgirni í kjaraviðræðunum. Formaður Félags grunnskólakennara vísar því á bug. Næsti samningafundur í deilunni er ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Staðan í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga er vægast sagt alvarleg. Eftir að samninganefndir funduðu hvor í sínu lagi með ríkissáttasemjara í dag var ljóst að pattstaða í kjaradeilunni er alger. Meira en vika líður á milli samningafunda því næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á næsta mánudag. Áfram verða því um 45 þúsund börn að hanga heima hjá sér og bíða eftir því að samningar náist. Útlit er hins vegar fyrir að þau verði að bíða lengi. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir þreifingar hafa átt sér stað síðastliðna viku sem hafi verið kennurum mikilvægar. Hann segir ekki mögulegt að ganga lengra að kröfum kennara í þessari lotu. Birgir vill ekki gefa upp krónutölu í því samhengi. Fyrir nokkru buðu sveitarfélögin grunnskólakennurum 18,6 prósenta launahækkun miðað við október árið 2008 en ekki var fallist á það. Birgir segir þau svo hafa gert tillögu sem feli í sér "mun meiri kostnaðarbreytingu" fyrir sveitarfélögin en það. Honum finnst kennarar ekki hafa sýnt það í kjaraviðræðunum að þeir séu reiðubúnir að slá af kröfum sínum. Þess vegna séu þeir í þeirri stöðu sem þeir eru í í dag. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, vísar því á bug. Hann segir kennara þvert á móti hafa lýst yfir miklum samningsvilja og meðal annars dregið úr kröfum. Hann segir aðeins eina lausn í málinu: meiri peninga í pakkann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira