Innlent

Veikir skulu á sjóinn

Í nýjum ráðningarsamningi sem útgerðarfélagið Þorbjörn-Fiskanes á Suðurnesjum hefur boðið sjómönnum er ákvæði um að "ekkert mæli á móti því" að veikur maður haldi út á sjó með skipi sínu ef ljóst má vera að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga. Hermann Magnús Sigurðsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir klárt að með ákvæðinu séu lög brotin. "Það er ekki hægt að taka með þessu móti af fólki grundvallarmannréttindi svo sem möguleikann á aðgangi að heilbrigðisþjónustu í veikindum," segir hann og furðar sig á að nokkur maður skuli taka í mál að skrifa undir slíka samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×