Leyniskjölin: Endaði með sprungnar háræðar og vökva í æð vegna uppkasta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 16:00 Íris Tanja segir að hún hafi verið komin með félagsfælni vegna vanlíðunar á meðgöngu. Gunnlöð Jóna Þriðji þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er einstaklega langur en hann hefur yfirskriftina Leyniskjölin. Andrea Eyland þáttastjórnandi segir að þátturinn sé tilvalinn til hlustunar í tveimur hlutum fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma. Fyrst í þættinum er rætt við Írisi Tönju leikkonu og Hildi Rós kennaranema sem segja frá erfiðri og auðveldri meðgöngu. Í seinni hlutanum talar Elva Björk sálfræðingur um líkamsímynd og virðingu á meðgöngu og í kjölfarið fræðir Sigga Dögg kynfræðingur hlustendur um kynlíf á þessu tímabili og mikilvægi sjálfsfróunar. Nýjasta þátt af hlaðvarpinu Kviknar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan og á öllum helstu efnisveitum. Sagt að fá sér Cheerios Íris Tanja er leikkona hjá Þjóðleikhúsinu en hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2016. Íris Tanja er tveggja barna móðir en meðgöngurnar voru mjög ólíkar. „Á báðum meðgöngum varð ég mjög veik, rosaleg ógleði og uppköst.“ Íris Tanja þjáðist af Hyperemesis Gravidarum, betur þekkt sem HG og kastaði hún þá upp allan sólarhringinn, næstum því alla meðgönguna. En af hverju ákvað hún að leggja þetta á sig aftur, eftir að hafa gengið einu sinni í gegnum svona erfiða meðgöngu? „Þráin eftir barni er svo sterk að þú ert tilbúin að halda að kannski gerist þetta ekki núna.“ Það reyndist þó ekki rétt og seinni meðgangan var henni mun erfiðari. „Ég hef bara aldrei verið svona veik. Ég þurfti að fara í veikindaleyfi í vinnunni. Ég kastaði upp allan sólarhringinn og léttist fyrstu vikurnar og þurfti að fá vökva í æð. Ég var sett á lyf.“ Á þeim tímapunkti hafði fólk verið að ráðleggja Írisi Tönju að fá sér Cheerios morgunkorn eða borða áður en hún færi fram úr, sem að sjálfsögðu hafði ekkert að segja við ógleðinni sem hún var að upplifa. „Allar háræðarnar í kinnunum voru sprungnar, ég var með sprungnar æðar í augunum af því að ég var búin að kasta svo mikið upp og það kom svo mikill þrýstingur í andlitið.“ View this post on Instagram Photos by @gunnlod A post shared by Íris Tanja Í. Flygenring (@iris.tanja) on Feb 17, 2020 at 11:34am PST Föst í aðstæðunum Á milli uppkasta kúgaðist Íris Tanja stanslaust en hafði ekkert eftir til þess að kasta upp. „Ég lá bara og gat ekkert gert. Þetta hafði rosalega mikil áhrif á andlegu hliðina líka. Ég fór mjög langt niður og fannst ég föst inni í einhverju sem myndi aldrei klárast. Ég hafði fengið fæðingarþunglyndi með strákinn minn og var í extra áhættu með að fá meðgöngukvíða eða meðgönguþunglyndi.“ Ljósmóðir Írisar Tönju skráði hana því á HAM námskeið í hugrænni atferlismeðferð. „Ég fann hvað ég var orðin félagsfælin líka því að mér leið svo illa í líkamanum, mér var svo flökurt og ég var svo lítil í mér.“ Fyrir þetta hafði Íris Tanja verið mjög sjálfsörugg og sterk félagslega, bæði á sviði og utan þess. „Ég fór alveg inn í skelina, varð ofboðslega hrædd og fékk ofboðslega brenglaða hugsun. Mér fannst allir vera að dæma mig.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30 Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 Tók tíma til að syrgja eftir fósturmissinn Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, er gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi þar sem þemað er frjósemi og ófrjósemi. Þar ræðir hún um eigin getnað og einnig fósturmissi. 4. mars 2020 15:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þriðji þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er einstaklega langur en hann hefur yfirskriftina Leyniskjölin. Andrea Eyland þáttastjórnandi segir að þátturinn sé tilvalinn til hlustunar í tveimur hlutum fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma. Fyrst í þættinum er rætt við Írisi Tönju leikkonu og Hildi Rós kennaranema sem segja frá erfiðri og auðveldri meðgöngu. Í seinni hlutanum talar Elva Björk sálfræðingur um líkamsímynd og virðingu á meðgöngu og í kjölfarið fræðir Sigga Dögg kynfræðingur hlustendur um kynlíf á þessu tímabili og mikilvægi sjálfsfróunar. Nýjasta þátt af hlaðvarpinu Kviknar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan og á öllum helstu efnisveitum. Sagt að fá sér Cheerios Íris Tanja er leikkona hjá Þjóðleikhúsinu en hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2016. Íris Tanja er tveggja barna móðir en meðgöngurnar voru mjög ólíkar. „Á báðum meðgöngum varð ég mjög veik, rosaleg ógleði og uppköst.“ Íris Tanja þjáðist af Hyperemesis Gravidarum, betur þekkt sem HG og kastaði hún þá upp allan sólarhringinn, næstum því alla meðgönguna. En af hverju ákvað hún að leggja þetta á sig aftur, eftir að hafa gengið einu sinni í gegnum svona erfiða meðgöngu? „Þráin eftir barni er svo sterk að þú ert tilbúin að halda að kannski gerist þetta ekki núna.“ Það reyndist þó ekki rétt og seinni meðgangan var henni mun erfiðari. „Ég hef bara aldrei verið svona veik. Ég þurfti að fara í veikindaleyfi í vinnunni. Ég kastaði upp allan sólarhringinn og léttist fyrstu vikurnar og þurfti að fá vökva í æð. Ég var sett á lyf.“ Á þeim tímapunkti hafði fólk verið að ráðleggja Írisi Tönju að fá sér Cheerios morgunkorn eða borða áður en hún færi fram úr, sem að sjálfsögðu hafði ekkert að segja við ógleðinni sem hún var að upplifa. „Allar háræðarnar í kinnunum voru sprungnar, ég var með sprungnar æðar í augunum af því að ég var búin að kasta svo mikið upp og það kom svo mikill þrýstingur í andlitið.“ View this post on Instagram Photos by @gunnlod A post shared by Íris Tanja Í. Flygenring (@iris.tanja) on Feb 17, 2020 at 11:34am PST Föst í aðstæðunum Á milli uppkasta kúgaðist Íris Tanja stanslaust en hafði ekkert eftir til þess að kasta upp. „Ég lá bara og gat ekkert gert. Þetta hafði rosalega mikil áhrif á andlegu hliðina líka. Ég fór mjög langt niður og fannst ég föst inni í einhverju sem myndi aldrei klárast. Ég hafði fengið fæðingarþunglyndi með strákinn minn og var í extra áhættu með að fá meðgöngukvíða eða meðgönguþunglyndi.“ Ljósmóðir Írisar Tönju skráði hana því á HAM námskeið í hugrænni atferlismeðferð. „Ég fann hvað ég var orðin félagsfælin líka því að mér leið svo illa í líkamanum, mér var svo flökurt og ég var svo lítil í mér.“ Fyrir þetta hafði Íris Tanja verið mjög sjálfsörugg og sterk félagslega, bæði á sviði og utan þess. „Ég fór alveg inn í skelina, varð ofboðslega hrædd og fékk ofboðslega brenglaða hugsun. Mér fannst allir vera að dæma mig.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30 Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 Tók tíma til að syrgja eftir fósturmissinn Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, er gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi þar sem þemað er frjósemi og ófrjósemi. Þar ræðir hún um eigin getnað og einnig fósturmissi. 4. mars 2020 15:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30
Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00
Tók tíma til að syrgja eftir fósturmissinn Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, er gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar hér á Vísi þar sem þemað er frjósemi og ófrjósemi. Þar ræðir hún um eigin getnað og einnig fósturmissi. 4. mars 2020 15:00