„Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2026 15:04 Ragnar Þór Ingólfsson er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist „einfaldlega ósammála“ gagnrýni fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fyrirhugaða tengingu almannatryggingakerfisins við launavísitölu. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn til Ragnars Þórs Ingólfssonar, félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún spurði hann út í frumvarp forvera hans Ingu Sæland um að tengja bætur almannatrygginga við launavísitölu frekar en launaþróun og benti á að áætlað sé að frumvarpið muni kosta ríkissjóð um fimm milljarða króna á ári. Gangi gegn markmiðum laga Frumvarpið hefði sætt gagnrýni úr ýmsum áttum, til að mynda frá verkalýðshreyfingunni og Samtökum atvinnulífsins. Harðasta gagnrýnin hefði þó komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar vísar Þórdís Kolbrún til svars fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kom meðal annars fram að frumvarpið gengi gegn grunngildum laga um opinberfjármál, það er sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann taki undir þau sjónarmið sem koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra um vankanta við málið og hættuna á því að til lengri tíma kunni það að skaða sjálfbærni ríkissjóðs og hagsmuni ríkissjóðs í heild sinni, sem síðan auðvitað hefur bein áhrif á hagsmuni okkar sem samfélags almennt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Taki upp hanskann fyrir þá verst settu „Er ég sammála gagnrýni eða get ég tekið undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar varðandi tengingu bóta við launavísitölu? Nei, ég er ekki sammála þeirri gagnrýni, fyrst og fremst á þeim forsendum að hér er á ferðinni gríðarlega mikilvægt mál sem snýr að kjörum þeirra verst settu í okkar samfélagi og í sjálfu sér snýst þetta fyrst og fremst um að koma í veg fyrir frekari kjaragliðnun á milli hópa. Það er lægst launuðu hópa samfélagsins og þeirra sem eru inni í bótakerfinu,“ svaraði Ragnar Þór. Löngum hefði það verið þannig að fáir hefðu verið talsmenn þessara hópa, bæði á Alþingi og víðar í samfélaginu. Nú væri kominn flokkur á Alþingi og í ríkisstjórn til þess að taka upp hanskann fyrir þessa hópa, til þess að tryggja það að þeirra kjör verði bætt og það verði gert með þessum hætti. Ósammála Þá sagði Ragnar Þór að samkvæmt öllum mælingum væri ekkert sem benti til þess að þótt almannatryggingakerfið yrði tengt launavísitölu myndu kjör þeirra verst settu innan þess batna umfram kjör þeirra sem eru á lágmarkslaunum. „Fyrst og fremst mun þetta koma í veg fyrir frekari kjaragliðnun og mögulega minnka hana eitthvað örlítið. Varðandi álit fjármálaráðuneytisins á þessari aðferð er ég einfaldlega ósammála því, með þessum rökum.“ Alltaf óvissa Þórdís Kolbrún benti þá á í annarri fyrirspurn að fjármálaráðuneytið teldi fullnægjandi mat á áhrifum frumvarpsins ekki hafa farið fram. „Ef svo er, hvers vegna tíminn hafi ekki verið nýttur til þess að bæta úr því, því það er orðið allangt síðan málið kom fyrst fram. Þar sem með því að festa hækkanir greiðslu almannatrygginga við þróun launavísitölu án þess að tekið sé mið af breyttum aðstæðum með tekjustofnum ríkisins gæti dregið úr möguleikum stjórnvalda til að bregðast við efnahagssveiflum. Ég spyr þá, hvort ráðherrann sé þá tilbúinn að færa þær fórnir sem það kallar á, ef áhyggjur fjármála- og efnahagsráðuneytisins raungerast?“ Ragnar Þór endurtók að hann deildi ekki áhyggjum fjármálaráðuneytisins af málinu. Sátt ríkti í ríkisstjórn um að fara þessa leið. „Það eru auðvitað heilmargir aðrir óvissuþættir sem eru auðvitað líka bara varðandi ríkisfjármálin, þróun efnahagsmála og svo framvegis. Ég deili einfaldlega ekki þessum áhyggjum. Þar sem ríkir fullkomin sátt um málið á ríkisstjórnarborðinu, munum við að sjálfsögðu styðja þetta mál heilshugar. Það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um það fyrir fram hver launaþróun verður allra næstu árin þó að við getum auðvitað séð ákveðnar vísbendingar um slíkt, bæði hvað varðar sögulegt launaskrið og sömuleiðis líka þá kjarasamninga, sem sagt langtíma kjarasamningar, sem voru undirritaðir á vormánuðum 2024.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Tryggingar Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn til Ragnars Þórs Ingólfssonar, félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún spurði hann út í frumvarp forvera hans Ingu Sæland um að tengja bætur almannatrygginga við launavísitölu frekar en launaþróun og benti á að áætlað sé að frumvarpið muni kosta ríkissjóð um fimm milljarða króna á ári. Gangi gegn markmiðum laga Frumvarpið hefði sætt gagnrýni úr ýmsum áttum, til að mynda frá verkalýðshreyfingunni og Samtökum atvinnulífsins. Harðasta gagnrýnin hefði þó komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar vísar Þórdís Kolbrún til svars fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kom meðal annars fram að frumvarpið gengi gegn grunngildum laga um opinberfjármál, það er sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann taki undir þau sjónarmið sem koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra um vankanta við málið og hættuna á því að til lengri tíma kunni það að skaða sjálfbærni ríkissjóðs og hagsmuni ríkissjóðs í heild sinni, sem síðan auðvitað hefur bein áhrif á hagsmuni okkar sem samfélags almennt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Taki upp hanskann fyrir þá verst settu „Er ég sammála gagnrýni eða get ég tekið undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar varðandi tengingu bóta við launavísitölu? Nei, ég er ekki sammála þeirri gagnrýni, fyrst og fremst á þeim forsendum að hér er á ferðinni gríðarlega mikilvægt mál sem snýr að kjörum þeirra verst settu í okkar samfélagi og í sjálfu sér snýst þetta fyrst og fremst um að koma í veg fyrir frekari kjaragliðnun á milli hópa. Það er lægst launuðu hópa samfélagsins og þeirra sem eru inni í bótakerfinu,“ svaraði Ragnar Þór. Löngum hefði það verið þannig að fáir hefðu verið talsmenn þessara hópa, bæði á Alþingi og víðar í samfélaginu. Nú væri kominn flokkur á Alþingi og í ríkisstjórn til þess að taka upp hanskann fyrir þessa hópa, til þess að tryggja það að þeirra kjör verði bætt og það verði gert með þessum hætti. Ósammála Þá sagði Ragnar Þór að samkvæmt öllum mælingum væri ekkert sem benti til þess að þótt almannatryggingakerfið yrði tengt launavísitölu myndu kjör þeirra verst settu innan þess batna umfram kjör þeirra sem eru á lágmarkslaunum. „Fyrst og fremst mun þetta koma í veg fyrir frekari kjaragliðnun og mögulega minnka hana eitthvað örlítið. Varðandi álit fjármálaráðuneytisins á þessari aðferð er ég einfaldlega ósammála því, með þessum rökum.“ Alltaf óvissa Þórdís Kolbrún benti þá á í annarri fyrirspurn að fjármálaráðuneytið teldi fullnægjandi mat á áhrifum frumvarpsins ekki hafa farið fram. „Ef svo er, hvers vegna tíminn hafi ekki verið nýttur til þess að bæta úr því, því það er orðið allangt síðan málið kom fyrst fram. Þar sem með því að festa hækkanir greiðslu almannatrygginga við þróun launavísitölu án þess að tekið sé mið af breyttum aðstæðum með tekjustofnum ríkisins gæti dregið úr möguleikum stjórnvalda til að bregðast við efnahagssveiflum. Ég spyr þá, hvort ráðherrann sé þá tilbúinn að færa þær fórnir sem það kallar á, ef áhyggjur fjármála- og efnahagsráðuneytisins raungerast?“ Ragnar Þór endurtók að hann deildi ekki áhyggjum fjármálaráðuneytisins af málinu. Sátt ríkti í ríkisstjórn um að fara þessa leið. „Það eru auðvitað heilmargir aðrir óvissuþættir sem eru auðvitað líka bara varðandi ríkisfjármálin, þróun efnahagsmála og svo framvegis. Ég deili einfaldlega ekki þessum áhyggjum. Þar sem ríkir fullkomin sátt um málið á ríkisstjórnarborðinu, munum við að sjálfsögðu styðja þetta mál heilshugar. Það er ómögulegt að segja nákvæmlega til um það fyrir fram hver launaþróun verður allra næstu árin þó að við getum auðvitað séð ákveðnar vísbendingar um slíkt, bæði hvað varðar sögulegt launaskrið og sömuleiðis líka þá kjarasamninga, sem sagt langtíma kjarasamningar, sem voru undirritaðir á vormánuðum 2024.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Tryggingar Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira