Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. janúar 2026 14:14 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir málið afar erfitt. Vísir/Lýður Valberg Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að um afar erfitt mál sé að ræða. „Mér finnst rík ástæða til að nefna það og halda því til haga að við erum með sjálfstæðar stofnanir, sjálfstæða kærunefnd sem fer yfir þessi mál, tekur ákvarðanir til þess að stjórnmálin séu ekki að skipta sér af. Til þess að öll mál fái sambærilega meðferð í nafni jafnræðis,“ sagði hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Á sunnudag barst fréttastofu yfirlýsing frá fjölskylduföðurnum Gadzhi Gadzhiev en honum var vísað úr landi í október ásamt Mariiam Taimova konu sinni og þremur börnum. Þá voru tvær vikur liðnar frá því að Mariiam gekkst undir keisaraskurðaðgerð til að fæða tvíbura hjónanna. Þau flúðu upphaflega frá Rússlandi eftir að Gadzhiev sætti fangelsisvist ytra fyrir að úttala sig gegn rússneskum stjórnvöldum. Gadzhiev sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldunni hefði verið sundrað. Hann dvelur í lokaðri móttökustöðu og tekur þátt í hungurverkfalli til að mótmæla „kerfisbundinni og tilefnislausri frelsissviptingu“. Króatía talið öruggt land Þorbjörg segist hafa aflað sér upplýsinga um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunarinnar. Hún hafi fengið þau svör að Króatía sé talið vera öruggt land. „Þar þykir málsmeðferð vönduð lagalega og uppfylla skilyrði sem gerð eru samkvæmt mannréttindasáttmálum og það er af þeirri ástæðu sem útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fara í það á grundvelli Dyflinnarreglugerðar að senda málið þangað þar sem það fær sína málsmeðferð,“ segir hún. „Meira get ég ekki sagt um þetta mál en ég skil mjög vel að það veki upp tilfinningar hjá fólki.“ Dyflinnarreglugerðin segir til um að fyrsta Schengen-landið sem hælisleitendur eru skráðir inn í beri meginábyrgð á meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd. Þar sem Gadzhiev og fjölskylda fóru í gegnum Króatíu til að koma til Íslands sé mál þeirra á ábyrgð Króata. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Króatía Hælisleitendur Rússland Innflytjendamál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að um afar erfitt mál sé að ræða. „Mér finnst rík ástæða til að nefna það og halda því til haga að við erum með sjálfstæðar stofnanir, sjálfstæða kærunefnd sem fer yfir þessi mál, tekur ákvarðanir til þess að stjórnmálin séu ekki að skipta sér af. Til þess að öll mál fái sambærilega meðferð í nafni jafnræðis,“ sagði hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Á sunnudag barst fréttastofu yfirlýsing frá fjölskylduföðurnum Gadzhi Gadzhiev en honum var vísað úr landi í október ásamt Mariiam Taimova konu sinni og þremur börnum. Þá voru tvær vikur liðnar frá því að Mariiam gekkst undir keisaraskurðaðgerð til að fæða tvíbura hjónanna. Þau flúðu upphaflega frá Rússlandi eftir að Gadzhiev sætti fangelsisvist ytra fyrir að úttala sig gegn rússneskum stjórnvöldum. Gadzhiev sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldunni hefði verið sundrað. Hann dvelur í lokaðri móttökustöðu og tekur þátt í hungurverkfalli til að mótmæla „kerfisbundinni og tilefnislausri frelsissviptingu“. Króatía talið öruggt land Þorbjörg segist hafa aflað sér upplýsinga um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunarinnar. Hún hafi fengið þau svör að Króatía sé talið vera öruggt land. „Þar þykir málsmeðferð vönduð lagalega og uppfylla skilyrði sem gerð eru samkvæmt mannréttindasáttmálum og það er af þeirri ástæðu sem útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fara í það á grundvelli Dyflinnarreglugerðar að senda málið þangað þar sem það fær sína málsmeðferð,“ segir hún. „Meira get ég ekki sagt um þetta mál en ég skil mjög vel að það veki upp tilfinningar hjá fólki.“ Dyflinnarreglugerðin segir til um að fyrsta Schengen-landið sem hælisleitendur eru skráðir inn í beri meginábyrgð á meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd. Þar sem Gadzhiev og fjölskylda fóru í gegnum Króatíu til að koma til Íslands sé mál þeirra á ábyrgð Króata.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Króatía Hælisleitendur Rússland Innflytjendamál Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira