Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2026 16:41 Ragnar Þór Ingólfsson nýr félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nýr félags- og húsnæðismálaráðherra segist ætla að taka til hendinni í málaflokknum. Sveiflur á húsnæðismarkaði hafi verið einn helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson nýr félags- og húsnæðismálaráðherra þegar hann gekk út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir að hafa verið settur í embætti af Höllu Tómasdóttur forseta lýðveldisins. Ragnar segist í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann ætla að fylgja eftir þeim góðu verkefnum sem forveri hans og formaður, Inga Sæland, hafi unnið í ráðuneytinu. Hann muni leggja áherslu á húsnæðismálin. „Það vantar mikla uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, það er ekki framboð af því húsnæði sem eftirspurn er eftir. Svo þarf auðvitað að fjölga íbúðum bæði til skemmri og lengri tíma og búa til meiri fyrirsjáanleika og minni sveiflur,“ segir Ragnar Þór. Þetta séu stóru málin, ekki síst í samhengi við efnahagsmál. „Þessar sveiflur og þessi skortur sem hefur myndast hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. Þetta er risastór málaflokkur. Svo þarf líka að halda áfram þeirri vinnu okkar að lyfta þeim sem verst hafa í okkar samfélagi sem eru öryrkjar og eldri borgarar.“ Lærdómsríkur tími að baki Mikið rót hefur verið á ráðherraliði Flokks fólksins frá því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við fyrir rúmu ári síðan. Þrír hafa nú gengt embætti barna- og menntamálaráðherra. Fyrst var það Ásthildur Lóa Þórsdóttir, svo Guðmundur Ingi Kristinsson og nú Inga Sæland. Ragnar Þór segist ekki súr yfir því að hafa ekki verið skipaður í ráðherrastól strax í upphafi kjörtímabils. „Alls ekki, ég fékk önnur mjög spennandi verkefni: Formennsku í fjárlaganefnd og svo síðar formennsku í þingflokknum. Það hefur verið afar lærdómsríkur tími svo vægt sé til orða tekið og maður hefur lært mjög margt og mikið á stuttum tíma. Ég held að það sé mjög mikilvægt veganesti í verkefnið núna fram undan,“ segir Ragnar Þór. Treystir Ásthildi Lóu fullkomlega Inntur eftir því hvort honum þyki hann þurfa að gera upp gagnrýni, sem fram kom þegar hann tók sæti á þingi, fyrir að hafa þegið biðlaun frá VR í sex mánuði eftir að hann lét þar af störfum, segist hann ekki telja það. Hann hafi lækkað laun sín um 25 prósent þegar hann hóf störf hjá verkalýðshreyfingunni sem nemi um 40 milljónum í heildina. Þetta séu ein fárra kjara sem hann hafi ekki afsalað sér. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem var barna- og menntamálaráðherra, áður en hún sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með 16 ára pilti þegar hún sjálf var 23 ára, tekur við af Ragnari sem þingflokksformaður. Ragnar segist viss um að henni muni farnast vel í því verkefni. „Starf þingflokksformanns er og getur verið mjög krefjandi og það er mjög mikilvægt til að vinna framgang mála bæði ráðuneyta og til ríkisstjórnarinnar. Ég treysti Ásthildi fullkomlega til að taka við þessu kefli og vinna þetta áfram. Þetta er ofboðslega gefandi og mikilvægt starf. Ég veit að hún er mjög spennt fyrir þessu nýja hlutverki og henni mun farnast vel í því.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson nýr félags- og húsnæðismálaráðherra þegar hann gekk út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir að hafa verið settur í embætti af Höllu Tómasdóttur forseta lýðveldisins. Ragnar segist í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann ætla að fylgja eftir þeim góðu verkefnum sem forveri hans og formaður, Inga Sæland, hafi unnið í ráðuneytinu. Hann muni leggja áherslu á húsnæðismálin. „Það vantar mikla uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, það er ekki framboð af því húsnæði sem eftirspurn er eftir. Svo þarf auðvitað að fjölga íbúðum bæði til skemmri og lengri tíma og búa til meiri fyrirsjáanleika og minni sveiflur,“ segir Ragnar Þór. Þetta séu stóru málin, ekki síst í samhengi við efnahagsmál. „Þessar sveiflur og þessi skortur sem hefur myndast hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn. Þetta er risastór málaflokkur. Svo þarf líka að halda áfram þeirri vinnu okkar að lyfta þeim sem verst hafa í okkar samfélagi sem eru öryrkjar og eldri borgarar.“ Lærdómsríkur tími að baki Mikið rót hefur verið á ráðherraliði Flokks fólksins frá því að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við fyrir rúmu ári síðan. Þrír hafa nú gengt embætti barna- og menntamálaráðherra. Fyrst var það Ásthildur Lóa Þórsdóttir, svo Guðmundur Ingi Kristinsson og nú Inga Sæland. Ragnar Þór segist ekki súr yfir því að hafa ekki verið skipaður í ráðherrastól strax í upphafi kjörtímabils. „Alls ekki, ég fékk önnur mjög spennandi verkefni: Formennsku í fjárlaganefnd og svo síðar formennsku í þingflokknum. Það hefur verið afar lærdómsríkur tími svo vægt sé til orða tekið og maður hefur lært mjög margt og mikið á stuttum tíma. Ég held að það sé mjög mikilvægt veganesti í verkefnið núna fram undan,“ segir Ragnar Þór. Treystir Ásthildi Lóu fullkomlega Inntur eftir því hvort honum þyki hann þurfa að gera upp gagnrýni, sem fram kom þegar hann tók sæti á þingi, fyrir að hafa þegið biðlaun frá VR í sex mánuði eftir að hann lét þar af störfum, segist hann ekki telja það. Hann hafi lækkað laun sín um 25 prósent þegar hann hóf störf hjá verkalýðshreyfingunni sem nemi um 40 milljónum í heildina. Þetta séu ein fárra kjara sem hann hafi ekki afsalað sér. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem var barna- og menntamálaráðherra, áður en hún sagði af sér í kjölfar umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með 16 ára pilti þegar hún sjálf var 23 ára, tekur við af Ragnari sem þingflokksformaður. Ragnar segist viss um að henni muni farnast vel í því verkefni. „Starf þingflokksformanns er og getur verið mjög krefjandi og það er mjög mikilvægt til að vinna framgang mála bæði ráðuneyta og til ríkisstjórnarinnar. Ég treysti Ásthildi fullkomlega til að taka við þessu kefli og vinna þetta áfram. Þetta er ofboðslega gefandi og mikilvægt starf. Ég veit að hún er mjög spennt fyrir þessu nýja hlutverki og henni mun farnast vel í því.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira