Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2026 15:51 Jón Rúnar var formaður knattspyrnudeildar FH á árunum 2005 til 2019. Vísir/Arnar Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þann 17. desember og lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. Málið varðar knatthúsið Skessuna sem var opnuð í október árið 2019 á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH. Vegna þungrar fjárhagsstöðu FH fór félagið þess á leit við bæjarfélagið að það keypti Skessuna af félaginu. Framkvæmdin fór langt fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær sagði FH einhliða hafa ákveðið að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH átti erfitt með að greiða af. Hafnarfjarðarbær ákvað vegna þess að fá ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Fjallað var um skýrslu Deloitte á Vísi í desember 2024. Lögmaður Jóns Rúnars rekur í stefnunni málavexti og hvernig bærinn afhenti fjölmiðlum skýrslur Deloitte ásamt athugasemdum bæjarins við skýrsluna í formi spurninga til FH. Fundið er að því að Jóni Rúnari hafi ekki verið boðið að koma sínum sjónarmiðum og leiðréttingum á framfæri áður en skýrslan var afhent með fylgjandi fjölmiðlaumfjöllun. Rifjuð er upp störf Jóns Rúnars sem sjálfboðaliði fyrir FH frá 2004 til 2019 og þar á undan sem stjórnarmaður. Málið hafi litið illa út fyrir hann og sett ljótan blett á störf hans fyrir FH. Deloitte hafi beðið hann afsökunar á að hafa ekki leitað viðbragða hans. Yfirlýsingar FH í desember 2024 og janúar 2025 hafi ekki breytt því mannorðstjóni sem Jón Rúnar hafi orðið fyrir. „Þar sem undir hælinn er lagt hversu vel hinn almenni lesandi fylgist með og hverju hann trúir og treystir,“ segir í stefnunni. Lögmaður Jóns Rúnars hafi lagt til við Hafnarfjarðarbæ í ágúst 2025 að bærinn lýsti því yfir að hann hefði ekki vitneskju um að Jón Rúnar hefði persónulega hagnast á viðskiptum við FH um knatthúsið og rétt hefði verið að gefa honum færi á að gera athugasemdir við skýrsluna áður en hún var gerð opinber. Hafnarfjarðarbær hafnaði þeirri málaleitan sem hafi orðið tilefni að skaðabótamáli Jóns Rúnars. Hann höfði það ekki peninganna vegna heldur sé mikilvægt að sveitarfélög séu ekki ábyrgðarlaus af gjörðum sínum og vegi að mönnum með útbreiðslu rangra staðhæfinga. Í málsástæðum Jóns Rúnars kemur fram að það hefði verið augljós hagsmunaárekstur að Jón Rúnar og Viðar bróðir hans, formaður FH, hefðu hagnast persónulega á viðskiptum fyrir hönd félagsins. Í umfjölluninni í skýrslunni, sem hafi verið röng og villandi, hafi birst aðdróttun um siðferðislega ámælisverð viðskipti. Þá hafi skýrslurnar verið trúnaðarmál og bundnar fyrirvörum. Þær hafi ekki verið unnar til almennrar dreifingar. Bænum hafi borið að gæta að æruvernd Jóns Rúnars en ekki gert það með því að afhenda skýrsluna án þess að kynna hana fyrir honum og gefa honum raunhæft tækifæri til að bregðast við. Fram kemur í stefnunni að umfjöllun um Jón Rúnar hafi sviðið hann sérstaklega og einkum að hún var á grundvelli úttektar frá virtu endurskoðunarfyrirtæki. Hún hafi sett svartan blett á störf hans fyrir FH. Hann sé í stórri FH-fjölskyldu en hann er faðir Jóns Ragnars Jónssonar, tónlistarmanns og fyrrverandi leikmanns, og Friðriks Dórs Jónssonar, eins harðasta stuðningsmanns félagsins og vallarþuls í Kaplakrika árum saman. Þá er bróðir hans Viðar formaður aðalstjórnar, fyrrverandi leikmaður auk þess sem synir hans Arnar Þór, Davíð Þór og Bjarni Þór spiluðu fyrir FH. „Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig verið virkir stuðningsmenn FH. Þetta mál hefur því ekki snert stefnanda einan, heldur fjölskylduna alla,“ segir í stefnunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tengd skjöl Jón_Rúnar_stefnaPDF6.1MBSækja skjal FH Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þann 17. desember og lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. Málið varðar knatthúsið Skessuna sem var opnuð í október árið 2019 á níutíu ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH. Vegna þungrar fjárhagsstöðu FH fór félagið þess á leit við bæjarfélagið að það keypti Skessuna af félaginu. Framkvæmdin fór langt fram úr áætlun vegna viðbyggingar sem Hafnarfjarðarbær sagði FH einhliða hafa ákveðið að reisa. Hluti framkvæmdarinnar var því fjármagnaður með lántöku sem FH átti erfitt með að greiða af. Hafnarfjarðarbær ákvað vegna þess að fá ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að fara ofan í saumana á meðferð fjármuna FH á byggingartíma knatthússins. Fjallað var um skýrslu Deloitte á Vísi í desember 2024. Lögmaður Jóns Rúnars rekur í stefnunni málavexti og hvernig bærinn afhenti fjölmiðlum skýrslur Deloitte ásamt athugasemdum bæjarins við skýrsluna í formi spurninga til FH. Fundið er að því að Jóni Rúnari hafi ekki verið boðið að koma sínum sjónarmiðum og leiðréttingum á framfæri áður en skýrslan var afhent með fylgjandi fjölmiðlaumfjöllun. Rifjuð er upp störf Jóns Rúnars sem sjálfboðaliði fyrir FH frá 2004 til 2019 og þar á undan sem stjórnarmaður. Málið hafi litið illa út fyrir hann og sett ljótan blett á störf hans fyrir FH. Deloitte hafi beðið hann afsökunar á að hafa ekki leitað viðbragða hans. Yfirlýsingar FH í desember 2024 og janúar 2025 hafi ekki breytt því mannorðstjóni sem Jón Rúnar hafi orðið fyrir. „Þar sem undir hælinn er lagt hversu vel hinn almenni lesandi fylgist með og hverju hann trúir og treystir,“ segir í stefnunni. Lögmaður Jóns Rúnars hafi lagt til við Hafnarfjarðarbæ í ágúst 2025 að bærinn lýsti því yfir að hann hefði ekki vitneskju um að Jón Rúnar hefði persónulega hagnast á viðskiptum við FH um knatthúsið og rétt hefði verið að gefa honum færi á að gera athugasemdir við skýrsluna áður en hún var gerð opinber. Hafnarfjarðarbær hafnaði þeirri málaleitan sem hafi orðið tilefni að skaðabótamáli Jóns Rúnars. Hann höfði það ekki peninganna vegna heldur sé mikilvægt að sveitarfélög séu ekki ábyrgðarlaus af gjörðum sínum og vegi að mönnum með útbreiðslu rangra staðhæfinga. Í málsástæðum Jóns Rúnars kemur fram að það hefði verið augljós hagsmunaárekstur að Jón Rúnar og Viðar bróðir hans, formaður FH, hefðu hagnast persónulega á viðskiptum fyrir hönd félagsins. Í umfjölluninni í skýrslunni, sem hafi verið röng og villandi, hafi birst aðdróttun um siðferðislega ámælisverð viðskipti. Þá hafi skýrslurnar verið trúnaðarmál og bundnar fyrirvörum. Þær hafi ekki verið unnar til almennrar dreifingar. Bænum hafi borið að gæta að æruvernd Jóns Rúnars en ekki gert það með því að afhenda skýrsluna án þess að kynna hana fyrir honum og gefa honum raunhæft tækifæri til að bregðast við. Fram kemur í stefnunni að umfjöllun um Jón Rúnar hafi sviðið hann sérstaklega og einkum að hún var á grundvelli úttektar frá virtu endurskoðunarfyrirtæki. Hún hafi sett svartan blett á störf hans fyrir FH. Hann sé í stórri FH-fjölskyldu en hann er faðir Jóns Ragnars Jónssonar, tónlistarmanns og fyrrverandi leikmanns, og Friðriks Dórs Jónssonar, eins harðasta stuðningsmanns félagsins og vallarþuls í Kaplakrika árum saman. Þá er bróðir hans Viðar formaður aðalstjórnar, fyrrverandi leikmaður auk þess sem synir hans Arnar Þór, Davíð Þór og Bjarni Þór spiluðu fyrir FH. „Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig verið virkir stuðningsmenn FH. Þetta mál hefur því ekki snert stefnanda einan, heldur fjölskylduna alla,“ segir í stefnunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Tengd skjöl Jón_Rúnar_stefnaPDF6.1MBSækja skjal
FH Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira