Vill að stjórn FH fari frá Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 08:52 Sigurður P. Sigmundsson er formaður frjálsíþróttadeildar FH. Vísir/Vilhelm Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. „Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“ FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“
FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira