„Loksins ljós við enda ganganna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2026 22:00 Þau Maria Garbriela Flores, Isaías Marin, Abdidas Santiago og Alvaro Santiago flúðu öll til Íslands frá Venesúela fyrir 3 árum. Þau fagna handtöku Bandaríkjamanna á Niculás Maduro forseta landsins. Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Fjöldi fólks frá Venesúela hefur áttfaldast hér á landi á sex árum vegna fjöldaflótta frá landinu vegna stjórnarfars í landinu og nú búa hér tæplega sextán hundruð manns frá landinu samkvæmt Hagstofunni. Isaías Marin er einn af þeim en hann flúði ógnarstjórnina í Venesúela fyrir þremur árum. Hann segir ekki hægt að finna landa sinn hér sem er óánægður með handtöku Bandaríkjanna á einræðisherranum Maduro. Isaías Marin flúði til Íslands fyrir þremur árum. Vísir/Bjarni „Þetta er frábært og ég mjög ánægður. Við höfum fagnað þessu síðan um helgina. Það er loksins ljós við enda ganganna,“ segir Isaías sem starfar nú á Kastalakaffi. Alvaro Santiago var háskólaprófessor í heimalandinu en flúði til Íslands fyrir þremur árum og starfar nú á Kastalakaffi. Hann fagnar aðgerð Bandaríkjanna um helgina en segir þó enn langt í land. Alvaro Santiago var háskólaprófessor í heimalandinu en flúði til Íslands fyrir þremur árum.Vísir/Bjarni „Handtakan var mjög mikilvægt skref í átt að lýðræði í landinu en það er langt ferli framundan. Ég hef heyrt í fólkinu mínu heima sem þorir enn ekki að fagna þó það langi því það er enn óttaslegið. Það hefur biðlað til landa sinna annars staðar um að fagna fyrir sig. Stjórnarherrarnir sem eru enn við völd eru jafnvel hættulegri en Maduro og það þarf að koma þeim öllum frá svo endurreisnin geti byrjað,“ segir Alvaro. Maria Garbriela Flores starfaði sem blaðamaður í Venesúela áður en hún flúði hingað fyrir þremur árum. Hún starfar einnig á Kastalakaffi í dag sem matreiðslumaður. „Maduro var einræðisherra og meðan hann hefur verið við völd hefur ógnarstjórn ríkt í landinu. Ég er mjög ánægð með handtöku hans,“ segir Maria. Maria Garbriela Flores starfaði sem blaðamaður í Venesúela áður en hún flúði hingað fyrir þremur árum.Vísir/Bjarni Hún tekur undir með Alvaro og segir að enn sé afar hættulegt ástand í landinu. „Það er enn hættuástand í landinu því aðrir sem tilheyra kerfinu og ríkisstjórnin eru enn við stjórnvölinn. Ég held að það fólk sé enn hættulegra en Maduro. Það þarf að koma því frá. Takist það mun þjóðin ná sér á fimm til tíu árum,“ segir María. Abdidas Santiago var dansari í heimalandinu en hefur búið hér í þrjú ár. Hann starfar nú eins og kollegar sínir á Kastalakaffi. Abdidas Santiago var dansari í heimalandinu en hefur búið hér í þrjú ár. „Handtaka Maduro var gott og mikilvægt skref fyrir venelsúelsku þjóðina. Við gleðjumst yfir henni. Ég held að þetta sé bara eitt skref af mörgum fram undan en í sögulegu samhengi mjög mikilvægt. Það mun taka tíma að laga ástandið í landinu. Ég tók á sínum tíma þátt í mótmælum gegn Maduro og stjórnarháttum ríkisstjórnar hans. Þá varð ég vitni að miklum ofbeldisverkum og drápum á almennum borgurum. Ég vona að tími harðstjóra sé brátt liðinn svo hægt sé að reisa landið við á ný,“ segir Abdidas. Venesúela Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjálparstarf Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Fjöldi fólks frá Venesúela hefur áttfaldast hér á landi á sex árum vegna fjöldaflótta frá landinu vegna stjórnarfars í landinu og nú búa hér tæplega sextán hundruð manns frá landinu samkvæmt Hagstofunni. Isaías Marin er einn af þeim en hann flúði ógnarstjórnina í Venesúela fyrir þremur árum. Hann segir ekki hægt að finna landa sinn hér sem er óánægður með handtöku Bandaríkjanna á einræðisherranum Maduro. Isaías Marin flúði til Íslands fyrir þremur árum. Vísir/Bjarni „Þetta er frábært og ég mjög ánægður. Við höfum fagnað þessu síðan um helgina. Það er loksins ljós við enda ganganna,“ segir Isaías sem starfar nú á Kastalakaffi. Alvaro Santiago var háskólaprófessor í heimalandinu en flúði til Íslands fyrir þremur árum og starfar nú á Kastalakaffi. Hann fagnar aðgerð Bandaríkjanna um helgina en segir þó enn langt í land. Alvaro Santiago var háskólaprófessor í heimalandinu en flúði til Íslands fyrir þremur árum.Vísir/Bjarni „Handtakan var mjög mikilvægt skref í átt að lýðræði í landinu en það er langt ferli framundan. Ég hef heyrt í fólkinu mínu heima sem þorir enn ekki að fagna þó það langi því það er enn óttaslegið. Það hefur biðlað til landa sinna annars staðar um að fagna fyrir sig. Stjórnarherrarnir sem eru enn við völd eru jafnvel hættulegri en Maduro og það þarf að koma þeim öllum frá svo endurreisnin geti byrjað,“ segir Alvaro. Maria Garbriela Flores starfaði sem blaðamaður í Venesúela áður en hún flúði hingað fyrir þremur árum. Hún starfar einnig á Kastalakaffi í dag sem matreiðslumaður. „Maduro var einræðisherra og meðan hann hefur verið við völd hefur ógnarstjórn ríkt í landinu. Ég er mjög ánægð með handtöku hans,“ segir Maria. Maria Garbriela Flores starfaði sem blaðamaður í Venesúela áður en hún flúði hingað fyrir þremur árum.Vísir/Bjarni Hún tekur undir með Alvaro og segir að enn sé afar hættulegt ástand í landinu. „Það er enn hættuástand í landinu því aðrir sem tilheyra kerfinu og ríkisstjórnin eru enn við stjórnvölinn. Ég held að það fólk sé enn hættulegra en Maduro. Það þarf að koma því frá. Takist það mun þjóðin ná sér á fimm til tíu árum,“ segir María. Abdidas Santiago var dansari í heimalandinu en hefur búið hér í þrjú ár. Hann starfar nú eins og kollegar sínir á Kastalakaffi. Abdidas Santiago var dansari í heimalandinu en hefur búið hér í þrjú ár. „Handtaka Maduro var gott og mikilvægt skref fyrir venelsúelsku þjóðina. Við gleðjumst yfir henni. Ég held að þetta sé bara eitt skref af mörgum fram undan en í sögulegu samhengi mjög mikilvægt. Það mun taka tíma að laga ástandið í landinu. Ég tók á sínum tíma þátt í mótmælum gegn Maduro og stjórnarháttum ríkisstjórnar hans. Þá varð ég vitni að miklum ofbeldisverkum og drápum á almennum borgurum. Ég vona að tími harðstjóra sé brátt liðinn svo hægt sé að reisa landið við á ný,“ segir Abdidas.
Venesúela Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjálparstarf Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira