Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. janúar 2026 23:21 Kristín Björg er sérfræðingur á sviði veðurrannsókna hjá Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig árið 2025 sem er það mesta frá upphafi mælinga og meira en einni gráðu heitara en meðaltal áranna 1991-2020. Síðustu þrjú ár hafa verið þau hlýjustu á heimsvísu og þau hlýindi mælast sömuleiðis hér við land. „Það eru meiri líkur en minni að maður fái svona hlý ár núna og þegar maður hefur verið að skoða hlýindaröðina á árunum þá eru þau öll fremur nýleg,“ sagði Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofunni. Hlýindin útbreidd um allt land Fjölmörg hitamet féllu á síðasta ári. Maí og júlí voru þeir hlýjustu frá upphafi mælinga og þá voru landsmet slegin á Egilsstöðum í maí og ágúst og á Seyðisfirði í desember en aldrei hafði jafn mikill hiti mælst á landinu í þessum mánuðum. Hitabylgjan í maí var að sögn Kristínar óvenjulegasti atburðurinn en þá náði hitinn meðal annars tuttugu stigum tíu daga í röð en slíkir dagar hafa að meðaltali verið þrír í maímánuði síðastliðin ár. „Hlýindin voru líka mjög útbreidd um allt land, þau voru ekki einskorðuð við einhvern ákveðinn landshluta eða slíkt. Það var mjög óvenjulegt og maí var langhlýjasti maí frá upphafi. Líka vorið, apríl og maí var líka hlýjasta vorið frá upphafi,“ en bætir Kristín Björg við en dagana 17. - 18. maí fór hitinn yfir tuttugu stig á meira en helmingi allra veðurstöðva landsins. Líklegt að hitametið falli Þá var júlí afar hlýr og á landinu öllu mældisti hiti tuttugu stig eða meira í tuttugu og átta daga júlímánaðar. Gráðurnar 29,8 á Egilsstöðum í ágúst var hæsti hiti sem mældist á árinu hér á landi. „Það hafði ekki mælst eins hár hiti neins staðar á landinu í áttatíu ár en við erum ekki enn búin að ná landsmetinu sem eru 30,5 stig og mældist á Teigarhorni,“ segir Kristín. Áttu von á að það muni falla á næstunni? „Við erum allavega komin mjög nálægt því þannig að já, mjög líklega mun það falla bráðlega.“ Veður Sólin Tengdar fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41 Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22 Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig árið 2025 sem er það mesta frá upphafi mælinga og meira en einni gráðu heitara en meðaltal áranna 1991-2020. Síðustu þrjú ár hafa verið þau hlýjustu á heimsvísu og þau hlýindi mælast sömuleiðis hér við land. „Það eru meiri líkur en minni að maður fái svona hlý ár núna og þegar maður hefur verið að skoða hlýindaröðina á árunum þá eru þau öll fremur nýleg,“ sagði Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofunni. Hlýindin útbreidd um allt land Fjölmörg hitamet féllu á síðasta ári. Maí og júlí voru þeir hlýjustu frá upphafi mælinga og þá voru landsmet slegin á Egilsstöðum í maí og ágúst og á Seyðisfirði í desember en aldrei hafði jafn mikill hiti mælst á landinu í þessum mánuðum. Hitabylgjan í maí var að sögn Kristínar óvenjulegasti atburðurinn en þá náði hitinn meðal annars tuttugu stigum tíu daga í röð en slíkir dagar hafa að meðaltali verið þrír í maímánuði síðastliðin ár. „Hlýindin voru líka mjög útbreidd um allt land, þau voru ekki einskorðuð við einhvern ákveðinn landshluta eða slíkt. Það var mjög óvenjulegt og maí var langhlýjasti maí frá upphafi. Líka vorið, apríl og maí var líka hlýjasta vorið frá upphafi,“ en bætir Kristín Björg við en dagana 17. - 18. maí fór hitinn yfir tuttugu stig á meira en helmingi allra veðurstöðva landsins. Líklegt að hitametið falli Þá var júlí afar hlýr og á landinu öllu mældisti hiti tuttugu stig eða meira í tuttugu og átta daga júlímánaðar. Gráðurnar 29,8 á Egilsstöðum í ágúst var hæsti hiti sem mældist á árinu hér á landi. „Það hafði ekki mælst eins hár hiti neins staðar á landinu í áttatíu ár en við erum ekki enn búin að ná landsmetinu sem eru 30,5 stig og mældist á Teigarhorni,“ segir Kristín. Áttu von á að það muni falla á næstunni? „Við erum allavega komin mjög nálægt því þannig að já, mjög líklega mun það falla bráðlega.“
Veður Sólin Tengdar fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41 Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22 Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. 2. janúar 2026 16:41
Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16. ágúst 2025 17:22
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. 25. desember 2025 08:21