Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2026 07:30 Málið er til meðferðar hjá Hæstarétti (High Court of England and Wales) í London og hefur vakið töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Getty Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Greint er frá málinu á breskum vefmiðlum á borð við Independent, Daily Mail og Telegraph, en niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir samninga sem gerðir eru í gegnum skilaboðaforrit. Kjarninn í deilunni snýst um það hvort WhatsApp-skilaboð sem íslenski fjárfestirinn Auðunn Már Guðmundsson sendi fyrrverandi eiginkonu sinni á sínum tíma hafi sjálfkrafa veitt henni fullt eignarhald á sameiginlegu heimili þeirra við skilnaðinn en um er að ræða eign í Tufnell Park í norður London sem metin er á 1,5 milljónir punda. Eiginkonan, breska listakonan Hsiao Mei-Lin, heldur því fram að skilaboðin hafi verið skýr yfirlýsing um að Auðunn Már væri að gefa frá sér sinn hlut í húsinu. Samskiptin jafngildi skriflegum samningi og eigi því að vera löglega bindandi. Vissi ekkert um gjaldþrot fyrrum eiginmannsins Fram kemur í opinberum dómsgögnum að Auðunn Már hafi starfað við millilagsfjármögnun (e. mezzanine finance) í Bretlandi. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Carta Capital en áður gegndi hann stjórnunarstörfum hjá Kaupþingi og Íslandsbanka, þar sem hann starfaði meðal annars við samruna og yfirtökur. Árið 2013 greindi Morgunblaðið frá því að Auðunn Már hefði ásamt öðrum erlendum fjárfestum, keypt húsið að Laugavegi 105 þar sem síðar opnaði hótel. Hann og Hsiao Mei hafi gengið í hjónaband árið 2009 og búið saman í umræddri eign í Tufnell Park, ásamt börnum sínum tveimur. Í frétt Daily Mail kemur fram að samband þeirra hafi verið stormasamt og einkennst af „misferli“ og „ofbeldi“. Þá hafi Hsiao Mei einnig haldið því fram að Auðunn Már hafi verið háður amfetamíni og kókaíni á meðan á hjónabandi þeirra stóð. Þau hafi sótt um skilnað árið 2016. Árið 2020 var skilnaðarmálið tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól sem úrskurðaði að Hsiao Mei fengi fullt eignarhald á húsinu. Þá kom hins vegar í ljós að Auðunn Már hafði verið úrskurðaður gjaldþrota einungis viku áður, sem þýddi að Hsiao Mei gat ekki gert tilkall til hans hlutar. Eignarhlutur Auðuns Más féll því inn í gjaldþrotabúið. Í kjölfarið fékk Hsiao Mei helmingshlut í eigninni en hinn helmingurinn féll til kröfuhafa Auðuns Más, sem eiga inni meira en 2,5 milljónir punda. Hsiao Mei var gert að selja eignina til að standa straum af skuldum, þó með frestun til ársins 2032 þegar börn hennar og Auðuns verða fullorðin. Hsiao Mei hélt því þó fram að hún ætti fullan eignarétt að húsinu og vísaði til samskipta sem hún og Auðunn Már áttu í gegnum WhatsApp-forritið, áður en Auðunn Már var úrskurðaður gjaldþrota. Í skilaboðunum afsalar Auðunn Már henni sínum hluta í eigninni. Árið 2024 komst undirréttur að þeirri niðurstöðu að WhatsApp-skilaboðin uppfylltu ekki lagaleg skilyrði til framsals fasteignar og að hlutur Auðuns Más skyldi áfram teljast eign gjaldþrotabúsins. Tilraunamál Hsiao Mei hefur nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar en ekki er ljóst hvenær dómur mun liggja fyrir. Lögmaður Hsiao Mei heldur því fram að hún hafi verið „saklaust fórnarlamb gjaldþrots eiginmanns síns“ og fullyrðir að þar sem skilaboðin birtust undir nafni Auðuns Más þá hafi þau í raun verið „skrifleg og undirrituð.“ Skiptastjórar í gjaldþrotabúi Auðuns Más hafna þessu hins vegar alfarið og segja skilaboðin hvorki uppfylla lagalegar kröfur um undirritun né formlega ráðstöfun á eignarrétti. Í fréttum breskra miðla kemur fram að málið gæti haft víðtæk áhrif ef niðurstaðan verði sú að slík stafræn samskipti teljist löglega bindandi. Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Greint er frá málinu á breskum vefmiðlum á borð við Independent, Daily Mail og Telegraph, en niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir samninga sem gerðir eru í gegnum skilaboðaforrit. Kjarninn í deilunni snýst um það hvort WhatsApp-skilaboð sem íslenski fjárfestirinn Auðunn Már Guðmundsson sendi fyrrverandi eiginkonu sinni á sínum tíma hafi sjálfkrafa veitt henni fullt eignarhald á sameiginlegu heimili þeirra við skilnaðinn en um er að ræða eign í Tufnell Park í norður London sem metin er á 1,5 milljónir punda. Eiginkonan, breska listakonan Hsiao Mei-Lin, heldur því fram að skilaboðin hafi verið skýr yfirlýsing um að Auðunn Már væri að gefa frá sér sinn hlut í húsinu. Samskiptin jafngildi skriflegum samningi og eigi því að vera löglega bindandi. Vissi ekkert um gjaldþrot fyrrum eiginmannsins Fram kemur í opinberum dómsgögnum að Auðunn Már hafi starfað við millilagsfjármögnun (e. mezzanine finance) í Bretlandi. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Carta Capital en áður gegndi hann stjórnunarstörfum hjá Kaupþingi og Íslandsbanka, þar sem hann starfaði meðal annars við samruna og yfirtökur. Árið 2013 greindi Morgunblaðið frá því að Auðunn Már hefði ásamt öðrum erlendum fjárfestum, keypt húsið að Laugavegi 105 þar sem síðar opnaði hótel. Hann og Hsiao Mei hafi gengið í hjónaband árið 2009 og búið saman í umræddri eign í Tufnell Park, ásamt börnum sínum tveimur. Í frétt Daily Mail kemur fram að samband þeirra hafi verið stormasamt og einkennst af „misferli“ og „ofbeldi“. Þá hafi Hsiao Mei einnig haldið því fram að Auðunn Már hafi verið háður amfetamíni og kókaíni á meðan á hjónabandi þeirra stóð. Þau hafi sótt um skilnað árið 2016. Árið 2020 var skilnaðarmálið tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól sem úrskurðaði að Hsiao Mei fengi fullt eignarhald á húsinu. Þá kom hins vegar í ljós að Auðunn Már hafði verið úrskurðaður gjaldþrota einungis viku áður, sem þýddi að Hsiao Mei gat ekki gert tilkall til hans hlutar. Eignarhlutur Auðuns Más féll því inn í gjaldþrotabúið. Í kjölfarið fékk Hsiao Mei helmingshlut í eigninni en hinn helmingurinn féll til kröfuhafa Auðuns Más, sem eiga inni meira en 2,5 milljónir punda. Hsiao Mei var gert að selja eignina til að standa straum af skuldum, þó með frestun til ársins 2032 þegar börn hennar og Auðuns verða fullorðin. Hsiao Mei hélt því þó fram að hún ætti fullan eignarétt að húsinu og vísaði til samskipta sem hún og Auðunn Már áttu í gegnum WhatsApp-forritið, áður en Auðunn Már var úrskurðaður gjaldþrota. Í skilaboðunum afsalar Auðunn Már henni sínum hluta í eigninni. Árið 2024 komst undirréttur að þeirri niðurstöðu að WhatsApp-skilaboðin uppfylltu ekki lagaleg skilyrði til framsals fasteignar og að hlutur Auðuns Más skyldi áfram teljast eign gjaldþrotabúsins. Tilraunamál Hsiao Mei hefur nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar en ekki er ljóst hvenær dómur mun liggja fyrir. Lögmaður Hsiao Mei heldur því fram að hún hafi verið „saklaust fórnarlamb gjaldþrots eiginmanns síns“ og fullyrðir að þar sem skilaboðin birtust undir nafni Auðuns Más þá hafi þau í raun verið „skrifleg og undirrituð.“ Skiptastjórar í gjaldþrotabúi Auðuns Más hafna þessu hins vegar alfarið og segja skilaboðin hvorki uppfylla lagalegar kröfur um undirritun né formlega ráðstöfun á eignarrétti. Í fréttum breskra miðla kemur fram að málið gæti haft víðtæk áhrif ef niðurstaðan verði sú að slík stafræn samskipti teljist löglega bindandi.
Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira