Clooney orðinn franskur Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. desember 2025 14:17 George Clooney er orðinn franskur ríkisborgari. Getty Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í franska lögbirtingablaðinu Journal Officiel sem fjölmiðlar austan- og vestanhafs hafa gert sér mat úr. Fjölskyldan á heimili á gamalli vínekru sem heitir Domaine du Canadel og er staðsetta nálægt þorpinu Brignoles í suðurhluta Frakklands. Húsið keyptu þau árið 2021 og dvelja þau stærstan hluta ársins þar. Einnig eiga þau hjón hús við Como-vatn, herragarð á Sonning-on-Thames í Berkshire, íbúð í New York og landareign í Kentucky. Clooney sagði í viðtali við útvarpsstöðina RTL fyrir ekki svo löngu síðan að stór ástæða fyrir því að þau byggju í Frakklandi væru persónuverndarlögin þar í landi sem vernda börn fyrir papparössum. „Hér taka þeir ekki myndir af börnum. Það eru ekki papparassar sem fela sig við skólahliðið. Það er númer eitt fyrir okkur,“ sagði hann. Börnin hefðu ekki fengið séns í LA Leikarinn ræddi einnig líf sitt í Evrópu í viðtali við Esquire í október og hvernig það væri ólíkt hasarnum í Los Angeles. „Við búum á sveitabæ í Frakklandi. Stóran hluta lífs míns ólst ég upp á bóndabæ og sem barn hataði ég það. En núna, fyrir þau, þá eru þau ekki í iPad-num sínum. Þau borða kvöldmat með fullorðnum og þurfa að taka diskana af borðum. Þau eiga miklu betra líf,“ sagði hann um átta ára tvíburana Alexander og Ellu. Hann sagðist jafnframt hafa haft áhyggjur af því að ala börnin upp í Hollywood-kúltúrnum í Los Angeles. „Mér leið eins og þau myndu aldrei fá almennilega séns. Í Frakklandi er þeim drullusama um frægðina. Ég vil ekki að þau gangi um hrædd við papparassanna. Ég vil ekki að þau séu borin saman við börn annars frægs fólks,“ sagði hann. Clooney er ekki eina Hollywood-fígúran sem hefur sótt um franskan ríkisborgarrétt því bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch sagði í viðtali á útvarpsstöðinni France Inter að hann ætlaði að sækja um. Frakkland Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03 Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Þetta kemur fram í franska lögbirtingablaðinu Journal Officiel sem fjölmiðlar austan- og vestanhafs hafa gert sér mat úr. Fjölskyldan á heimili á gamalli vínekru sem heitir Domaine du Canadel og er staðsetta nálægt þorpinu Brignoles í suðurhluta Frakklands. Húsið keyptu þau árið 2021 og dvelja þau stærstan hluta ársins þar. Einnig eiga þau hjón hús við Como-vatn, herragarð á Sonning-on-Thames í Berkshire, íbúð í New York og landareign í Kentucky. Clooney sagði í viðtali við útvarpsstöðina RTL fyrir ekki svo löngu síðan að stór ástæða fyrir því að þau byggju í Frakklandi væru persónuverndarlögin þar í landi sem vernda börn fyrir papparössum. „Hér taka þeir ekki myndir af börnum. Það eru ekki papparassar sem fela sig við skólahliðið. Það er númer eitt fyrir okkur,“ sagði hann. Börnin hefðu ekki fengið séns í LA Leikarinn ræddi einnig líf sitt í Evrópu í viðtali við Esquire í október og hvernig það væri ólíkt hasarnum í Los Angeles. „Við búum á sveitabæ í Frakklandi. Stóran hluta lífs míns ólst ég upp á bóndabæ og sem barn hataði ég það. En núna, fyrir þau, þá eru þau ekki í iPad-num sínum. Þau borða kvöldmat með fullorðnum og þurfa að taka diskana af borðum. Þau eiga miklu betra líf,“ sagði hann um átta ára tvíburana Alexander og Ellu. Hann sagðist jafnframt hafa haft áhyggjur af því að ala börnin upp í Hollywood-kúltúrnum í Los Angeles. „Mér leið eins og þau myndu aldrei fá almennilega séns. Í Frakklandi er þeim drullusama um frægðina. Ég vil ekki að þau gangi um hrædd við papparassanna. Ég vil ekki að þau séu borin saman við börn annars frægs fólks,“ sagði hann. Clooney er ekki eina Hollywood-fígúran sem hefur sótt um franskan ríkisborgarrétt því bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch sagði í viðtali á útvarpsstöðinni France Inter að hann ætlaði að sækja um.
Frakkland Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03 Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03