Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. desember 2025 07:00 Sólveig Arnarsdóttir leikkona Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll. Sólveig leikur um þessar mundir í Hamlet í Borgarleikhúsinu en kíkti í jólakaffi til Símonar Birgissonar á Menningarvaktinni á Vísi og ræddi þar um æskuárin, ferilinn og jólin. „Það er minna jólastress en áður og gott að fólk sé hætt að þrífa efriskápa og baka sautján sortir. Það fylgdu jólunum mikið stress og kröfur á húsmæður um bakstur og jólaundirbúning í gamla daga. En við eigum bara að reyna að njóta,“ segir hún um jólin fram undan. Ekki orðin alveg læs þegar hún byrjaði að leika Sólveig er dóttir leikhúshjónanna Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar, upplifði talsvert öðruvísi æsku en flestir krakkar á hennar aldri og byrjaði að leika áður en hún lærði að lesa. „Ætli fyrsta hlutverkið mitt hafi ekki komið þegar ég er fjögurra eða fimm ára gömul, þá leik ég Egil Skallagrímsson. Mætti segja að ég hafi byrjað á toppnum. Þetta var í útvarpsþætti sem Edda Björgvins og Gísli Rúnar, blessuð sé minning þess mikla snillings, voru með. Þar lék ég lítinn Egil Skallagrímsson og þurfti að fara með ljóðið: „Þat mælti mín móðir.“ Ég var það lítil að ég þurfti að læra þetta utanbókar enda ekki alveg orðin læs,“ segir Sólveig. Sólveig Arnarsdóttir komst naumlega inn í Ernst Busch eftir að hafa fallið í þýsku í menntaskóla.Vísir/Vilhelm Símon rifjaði upp gamalt viðtal við Sólveigu, frá því hún var þrettán ára, á Helgarpóstinum árið 1986 þegar hún lék í leikritinu Í deiglunni eftir Arthur Miller í Þjóðleikhúsinu. „Ég held mér hafi fundist meira gaman í leikhúsi þegar ég var lítil. Þá lifði ég mig meira inn í verkin… nú er ævintýraljóminn aðeins farin og ég er orðin meira krítísk á leikstjórn…“ sagði Sólveig þá. Viðtalið í Helgarpóstinum Sólveig hlær þegar hún heyrir þessar heimspekilegu vangaveltur sínar: „Það er akkúrat á þessum aldri sem maður hættir að vera krakki. Allt er uppgötvun, spennandi og skemmtilegt og maður siglir inn í meiri efasemdarár.“ En fékkstu að vera krakki? „Já… ég var bara mjög mikill krakki… meinarðu af því ég var að vinna svona mikið? Sko, mér fannst þetta bara svo skemmtilegt. Ég og Oddný Eir vinkona mín vorum miklar samlokur, lékum okkur mikið og í rosalegum hlutverkaleik. Það var alltaf verið að leika,“ segir Sólveig. En eitt sem ég vissi ekki var að þú varst ári á undan í skóla? „Ég var bráðger, svona framan af, en svo kom ég í menntaskóla og þá rjátlaðist það alveg af mér. Kláraði menntó ári á eftir því það var svo mikið að gera í Herranótt og félagslífinu. Þá náði ég mínum árgangi og er mjög glöð með það í dag því þar hitti ég minn góða vinahóp,“ segir hún. Nítján ára á Cannes Sama ár lék hún í einni vinsælustu gamanmynd Íslandssögunnar, Stellu í orlofi, orðin algjör barnastjarna. Sex árum síðar lék hún svo aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ingaló þar sem hún vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki nítján ára gömul. „Það var ótrúlegt ævintýri. Varðandi Stellu þá er það eiginlega seinna sem hún verður svona rosalega stór. Þarna var hún bara sýnd í bíó og svo kannski einu sinni í sjónvarpi. Seinna meir er farið að gefa hana með pulsupökkum og hún verður svona költ-mynd sem allir horfa á,“ segir Sólveig. Sólveig og Gestur Einar í Stellu í orlofi. „Enn þann dag í dag, ef ég fer út á galeiðuna, þá undantekningarlaust er ég beðin um að fara með setningar úr Stellu – sem mér finnst bara algjörlega stórkostlegt,“ bætir hún við og fer svo með klassíkina: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld.“ Ingaló hafi verið önnur saga, útskriftarverkefni Ásdísar Thoroddsen úr kvikmyndaháskólanum í Berlín og algjört ævintýri að sögn Sólveigar. „Mér finnst myndin hafa elst vel, vann til verðlauna á Frakklandi og var sýnd á Cannes. Myndin var tekin fyrir vestan og ég fann fyrir gríðarmikilli ábyrgð. Þarna uppgötva ég í fyrsta skipti kvikmyndina sem mjög spennandi listform og var mjög áhugasöm um virkni leikarans í kvikmynd. Mér finnst ennþá mjög gaman að leika í kvikmyndum,“ segir hún. Sólveig hlaut mikið lof fyrir leik sinn. Þetta er ótrúlegt augnablik fyrir þig, svona ung. Varstu á þessum tímapunkti búin að meika það? „Maður getur kannski hugsað eftir á að þetta hefði getað farið öðruvísi. Mér bauðst að fara til dæmis til London, hætta í menntaskóla. Ég fór á margar kvikmyndahátíðar, fékk verðlaun yfir leik í myndinni. En ég tók ákvörðun að vera hérna heima, klára menntaskólann og fór strax að hugsa til, fyrst til Rússlands í leiklistarnáms, en ákvað að fara svo til Berlínar í staðinn,“ segir hún. Umdeild Eva Luna Sólveig kláraði stúdentsprófin 1993 og lék veturinn eftir það aðalhlutverkið í leikritinu Evu Lunu sem byggði á verki Isabel Allende og var sýnt í Borgarleikhúsinu. Skipan Sólveigar í aðalhlutverkið var ekki óumdeild. „Það var pínu erfitt – það voru margir í leikarastéttinni ósáttir, að ómenntuð ung leikkona væri í svona stóru hlutverki. En ég fann líka fyrir því sjálf, mig skorti tækni og handverk og ég fann líka, af því þarna voru bæði leikhúsin farin að tala við mig um að halda áfram og koma á samning, ég fann að mig skorti lífsreynslu,“ segir hún. Hún vildi sanna sig á sínum eigin forsendum og hélt til Þýskalands með augun á einum virtista leiklistarskóla Evrópu, Ernst Busch í Berlín. „Oflæti æskunnar vinnur með manni. Ég hafði heyrt af skólanum frá Ásdísi Thoroddsen. Hann er þekktur fyrir handverk og tækni. Fólk sem fer í þennan skóla talar stórfenglega þýsku. Og þetta er fyrir tíma internetsins þannig að ég gat ekkert googlað mig til um skólann,“ segir Sólveig. Sólveig Arnarsdóttir leikkonaVísir/Vilhelm „Ég fer til Berlínar með þetta markmið, ekki talandi á þýsku eftir að hafa fallið á stúdentsprófi í þýsku. Þannig að ég byrjaði á þýskunámi og byrjaði strax að vinna á börum, sem er góð aðferð til að læra tungumál. En var alltaf með stefnuna á skólann. Og ég man bara að þegar ég kem á skrifstofuna að sækja pappírana til að sækja um þá ætluðu konurnar á skrifstofunni ekki að afhenda mér pappírana því þeim fannst það móðgun við prófessora skólans að ég ætlaði að sækja um, því þýskan mín var svo léleg.“ Sólveig var beðin um að fara með einræðu á íslensku í inntökuprófinu. „Þá vildi svo vel til að ég kunni mónólóg úr Sölku Völku eftir Laxness. Svo veit ég eftir á að þetta var tæpt, ég var fyrsti útlendingurinn sem var tekinn inn í skólann og það voru margir prófessorar á móti því að ég yrði tekin inn, út af tungumálinu, segir Sólveig sem lagði hart að sér til að ná þýskunni sem hafði vafist aðeins fyrir henni í menntaskóla. „Ég segi ekki að ég tali lýtalausa þýsku í dag en ef ég vanda mig heyrist varla hreimur. Ég fékk þarna góða menntun og þetta var gullni miðinn inn í hinn þýska leikhúsheim.“ Hringdi grátandi í kennarinn þegar óléttan kom í ljós Ekki nóg með að það væri töluverð áskorun að byrja í svona erfiðum leiklistarskóla heldur varð Sólveig ólétt stuttu eftir að hafa verið tekin inn í skólann. „Ég uppgötvaði að ég væri ólétt af elsta drengnum okkar Jósefs, þremur dögum áður en skólinn hófst,“ segir Sólveig og hlær. „Ég man að ég hringdi í kennarann minn, konu sem var líka raddþjálfarinn minn og mentor bekksins, hágrátandi og þarna var ég viss um að þetta væri búið. Eftir allt strögglið að komast inn og vera orðin ólétt í ofanálag. Þessu væri bara lokið. En Þjóðverjar eru ótrúlegt fólk. Henni fannst þetta bara stórkostlegt og bara eins og í gamla austrinu þar sem var eðlilegra að stúlkur við skólann væru óléttar og barnaheimili rekið í leiklistarskólanum. Skólinn studdi mig og svo var ég bara í skylmingum og framsögn þar til bara tíu dögum fyrir fæðingu.“ Sólveig og Jósef ásamt eldri strákunum sínum tveimur. Sólveig er gift Jósef Halldórssyni sem menntaði sig einnig í Þýskalandi og hefur unnið bæði þar og á Íslandi sem leikmyndahönnuður. „Við vissum hvort af öðru á Íslandi og svo hittumst við þarna í Berlín og höfum bara verið saman, frá fyrsta deitinu í Berlín, það eru þrjátíu ár í janúar. Við höfum alltaf stutt hvort annað og verið reiðubúin að taka skref til baka ef annað okkar þarf tíma til að vinna. Ég grínast stundum með að þessi þrjátíu ár séu ekki nema sirka sex og hálft ár í rauntíma út af allri fjarbúðinni,“ segir hún. Tilboð dregin til baka í kjölfar seinni óléttu Það átta kannski allir Íslendingar á þeirri velgengni sem Sólveig hefur notið í Þýskalandi eftir að hún útskrifaðist úr Ernst Busch. Hún hefur leikið í fjölda þýskra sjónvarpssería, var fastráðin bæði við Borgarleikhúsið í Wiesbaden og hjá hinu sögufræga Volksbühne leikhúsi í Berlín. „Ég kemst inn á mjög góða umboðsskrifstofu meðan ég er í skólanum. Svo gerist það á lokaárinu í skólanum þá var kynning á okkur nemendunum og ég fékk flest tilboð af þeim sem voru í bekk með mér að komast á samning í þýskum leikhúsum,“ segir hún. „En þarna var ég orðin ólétt af syni númer tvö og það var allavega þannig í hinum þýska leikhúsheimi, þetta er harður heimur, og við það að heyra að ég væri ólétt þá eru tilboðin dregin til baka. Ung leikkona með tvö börn, það er bara eitthvað rugl. Þú getur ekkert verið að vinna í þessu fagi með börn, þú verður að vera reiðubúin að fara á milli borga, leika hlutverk hér og þar,“ segir Sólveig sem ákvað þó að gefast ekki upp. „En það sem gerðist á móti, af því ég var komin með þennan umboðsmann sem tekur þessu bara vel, og við breytum fókusinn af leikhúsinu og við förum að einbeita okkur að sjónvarpi og kvikmyndum. Fer minna í leikhúsið til að byrja með, sem kom þó seinna. Náði góðu starti í sjónvarpi og bíó. Það gekk mjög vel.“ Sólveig er af alvöru leikhúsfjölskyldu, dóttir leikstjórans Þórhildar Þorleif og leikarans Arnars Jónssonar og systir leikstjórans Þorleifs Arnar Arnarssonar.Vísir/Vilhelm En á þessum árum. Fannst þér þú vera utangarðs heima á Íslandi? Fannst þér erfitt að koma heim. Fannstu fyrir öfund eða afbrýðisemi? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var reyndar ekkert mikið að tala um hvað ég væri að gera þarna úti. Þegar ég kom heim þá var ég bara í sumarfríi og hitti vini mína og þeir vissu bara að ég væri að vinna úti. Ég var ekkert að senda fréttatilkynningar á blöðin þegar ég fékk einhverja rullu. Heimurinn hefur líka breyst, þetta er öðruvísi í dag. Ég tek mína vinnu mjög alvarlega en þetta er líka bara vinna,“ segir hún. Sólveig flutti aftur heim til Íslands árið 2003 þegar veikindi í fjölskyldunni komu upp. Guðrún Helga, systir Sólveigar, féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Blessuð sé hennar minning. Hún lést 38 ára og þegar kemur svona mikið reiðarslag þá breytast öll plön. Við vorum mjög nánar og miklar vinkonur. Ég var líka farin að upplifa heimþrá og var með tvo litla drengi. En ég var samt ekkert á leið heim, því ferillinn var á fljúgandi ferð úti. En við þetta áfall þá komum við heim. Ég fer strax að leika í Þjóðleikhúsinu en held samt áfram að fara til Þýskalands og er með annan fótinn þar næstu tíu árin,“ segir Sólveig. „Miðjumoð er ekkert skemmtilegt“ Sólveig leikur um þessar mundir Gertrúd, móður Hamlets, í einum frægasta harmleik sögunnar í Borgarleikhúsinu en það hefur heldur betur gustað um leikstjóra verksins og sýningin vakið upp hörð viðbrögð. „Veistu, þetta er svo gaman og það er svo hressandi og áhugavert að leika í þessari sýningu. Ég ber djúpstæða virðingu fyrir Kolfinnu Nikulásdóttur, leikstjóra verksins. Hún hefur ótrúlega ástríðu fyrir verkinu og hefur lagt gríðarlega vinnu á sig. Það sem er frábært, þegar vel tekst til í leikhúsinu þá einmitt stendur styr um það, og það er skemmtilegt og það er ástríða, við erum að leika sýningar fyrir fullu húsi og meira en helmingurinn af salnum eru menntaskólakrakkar og þeim finnst æðisgengið.“ Sigurbjartur og Sólveig í hlutverkum Hamlets og Gertrúdar. Sólveig segir að leikhúsið eigi að ögra. „Eitthvað miðjumoð er ekkert skemmtilegt, sérstaklega þegar þetta eru svona sýningar. Það sem er merkilegt með leikhúsið er að það koma mjög margir að hverri einustu sýningu þar sem hver og einn setur sínar tilfinningar, sköpun, merkingu, áhuga og áherslur í sýninguna og þess vegna er leikhús, þegar vel tekst til, einhver spegill – ekki endilega á allt samfélagið – en ef þú nærð að fanga einhvern tíðaranda þá hefur þetta raunverulega skírskotun. Og það er áhugavert og gaman að vera í þannig sýningu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar á hlaðvarpi Tals og öllum helstu streymisveitum. Leikhús Menningarvaktin Þýskaland Bíó og sjónvarp Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Sólveig leikur um þessar mundir í Hamlet í Borgarleikhúsinu en kíkti í jólakaffi til Símonar Birgissonar á Menningarvaktinni á Vísi og ræddi þar um æskuárin, ferilinn og jólin. „Það er minna jólastress en áður og gott að fólk sé hætt að þrífa efriskápa og baka sautján sortir. Það fylgdu jólunum mikið stress og kröfur á húsmæður um bakstur og jólaundirbúning í gamla daga. En við eigum bara að reyna að njóta,“ segir hún um jólin fram undan. Ekki orðin alveg læs þegar hún byrjaði að leika Sólveig er dóttir leikhúshjónanna Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar, upplifði talsvert öðruvísi æsku en flestir krakkar á hennar aldri og byrjaði að leika áður en hún lærði að lesa. „Ætli fyrsta hlutverkið mitt hafi ekki komið þegar ég er fjögurra eða fimm ára gömul, þá leik ég Egil Skallagrímsson. Mætti segja að ég hafi byrjað á toppnum. Þetta var í útvarpsþætti sem Edda Björgvins og Gísli Rúnar, blessuð sé minning þess mikla snillings, voru með. Þar lék ég lítinn Egil Skallagrímsson og þurfti að fara með ljóðið: „Þat mælti mín móðir.“ Ég var það lítil að ég þurfti að læra þetta utanbókar enda ekki alveg orðin læs,“ segir Sólveig. Sólveig Arnarsdóttir komst naumlega inn í Ernst Busch eftir að hafa fallið í þýsku í menntaskóla.Vísir/Vilhelm Símon rifjaði upp gamalt viðtal við Sólveigu, frá því hún var þrettán ára, á Helgarpóstinum árið 1986 þegar hún lék í leikritinu Í deiglunni eftir Arthur Miller í Þjóðleikhúsinu. „Ég held mér hafi fundist meira gaman í leikhúsi þegar ég var lítil. Þá lifði ég mig meira inn í verkin… nú er ævintýraljóminn aðeins farin og ég er orðin meira krítísk á leikstjórn…“ sagði Sólveig þá. Viðtalið í Helgarpóstinum Sólveig hlær þegar hún heyrir þessar heimspekilegu vangaveltur sínar: „Það er akkúrat á þessum aldri sem maður hættir að vera krakki. Allt er uppgötvun, spennandi og skemmtilegt og maður siglir inn í meiri efasemdarár.“ En fékkstu að vera krakki? „Já… ég var bara mjög mikill krakki… meinarðu af því ég var að vinna svona mikið? Sko, mér fannst þetta bara svo skemmtilegt. Ég og Oddný Eir vinkona mín vorum miklar samlokur, lékum okkur mikið og í rosalegum hlutverkaleik. Það var alltaf verið að leika,“ segir Sólveig. En eitt sem ég vissi ekki var að þú varst ári á undan í skóla? „Ég var bráðger, svona framan af, en svo kom ég í menntaskóla og þá rjátlaðist það alveg af mér. Kláraði menntó ári á eftir því það var svo mikið að gera í Herranótt og félagslífinu. Þá náði ég mínum árgangi og er mjög glöð með það í dag því þar hitti ég minn góða vinahóp,“ segir hún. Nítján ára á Cannes Sama ár lék hún í einni vinsælustu gamanmynd Íslandssögunnar, Stellu í orlofi, orðin algjör barnastjarna. Sex árum síðar lék hún svo aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ingaló þar sem hún vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki nítján ára gömul. „Það var ótrúlegt ævintýri. Varðandi Stellu þá er það eiginlega seinna sem hún verður svona rosalega stór. Þarna var hún bara sýnd í bíó og svo kannski einu sinni í sjónvarpi. Seinna meir er farið að gefa hana með pulsupökkum og hún verður svona költ-mynd sem allir horfa á,“ segir Sólveig. Sólveig og Gestur Einar í Stellu í orlofi. „Enn þann dag í dag, ef ég fer út á galeiðuna, þá undantekningarlaust er ég beðin um að fara með setningar úr Stellu – sem mér finnst bara algjörlega stórkostlegt,“ bætir hún við og fer svo með klassíkina: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld.“ Ingaló hafi verið önnur saga, útskriftarverkefni Ásdísar Thoroddsen úr kvikmyndaháskólanum í Berlín og algjört ævintýri að sögn Sólveigar. „Mér finnst myndin hafa elst vel, vann til verðlauna á Frakklandi og var sýnd á Cannes. Myndin var tekin fyrir vestan og ég fann fyrir gríðarmikilli ábyrgð. Þarna uppgötva ég í fyrsta skipti kvikmyndina sem mjög spennandi listform og var mjög áhugasöm um virkni leikarans í kvikmynd. Mér finnst ennþá mjög gaman að leika í kvikmyndum,“ segir hún. Sólveig hlaut mikið lof fyrir leik sinn. Þetta er ótrúlegt augnablik fyrir þig, svona ung. Varstu á þessum tímapunkti búin að meika það? „Maður getur kannski hugsað eftir á að þetta hefði getað farið öðruvísi. Mér bauðst að fara til dæmis til London, hætta í menntaskóla. Ég fór á margar kvikmyndahátíðar, fékk verðlaun yfir leik í myndinni. En ég tók ákvörðun að vera hérna heima, klára menntaskólann og fór strax að hugsa til, fyrst til Rússlands í leiklistarnáms, en ákvað að fara svo til Berlínar í staðinn,“ segir hún. Umdeild Eva Luna Sólveig kláraði stúdentsprófin 1993 og lék veturinn eftir það aðalhlutverkið í leikritinu Evu Lunu sem byggði á verki Isabel Allende og var sýnt í Borgarleikhúsinu. Skipan Sólveigar í aðalhlutverkið var ekki óumdeild. „Það var pínu erfitt – það voru margir í leikarastéttinni ósáttir, að ómenntuð ung leikkona væri í svona stóru hlutverki. En ég fann líka fyrir því sjálf, mig skorti tækni og handverk og ég fann líka, af því þarna voru bæði leikhúsin farin að tala við mig um að halda áfram og koma á samning, ég fann að mig skorti lífsreynslu,“ segir hún. Hún vildi sanna sig á sínum eigin forsendum og hélt til Þýskalands með augun á einum virtista leiklistarskóla Evrópu, Ernst Busch í Berlín. „Oflæti æskunnar vinnur með manni. Ég hafði heyrt af skólanum frá Ásdísi Thoroddsen. Hann er þekktur fyrir handverk og tækni. Fólk sem fer í þennan skóla talar stórfenglega þýsku. Og þetta er fyrir tíma internetsins þannig að ég gat ekkert googlað mig til um skólann,“ segir Sólveig. Sólveig Arnarsdóttir leikkonaVísir/Vilhelm „Ég fer til Berlínar með þetta markmið, ekki talandi á þýsku eftir að hafa fallið á stúdentsprófi í þýsku. Þannig að ég byrjaði á þýskunámi og byrjaði strax að vinna á börum, sem er góð aðferð til að læra tungumál. En var alltaf með stefnuna á skólann. Og ég man bara að þegar ég kem á skrifstofuna að sækja pappírana til að sækja um þá ætluðu konurnar á skrifstofunni ekki að afhenda mér pappírana því þeim fannst það móðgun við prófessora skólans að ég ætlaði að sækja um, því þýskan mín var svo léleg.“ Sólveig var beðin um að fara með einræðu á íslensku í inntökuprófinu. „Þá vildi svo vel til að ég kunni mónólóg úr Sölku Völku eftir Laxness. Svo veit ég eftir á að þetta var tæpt, ég var fyrsti útlendingurinn sem var tekinn inn í skólann og það voru margir prófessorar á móti því að ég yrði tekin inn, út af tungumálinu, segir Sólveig sem lagði hart að sér til að ná þýskunni sem hafði vafist aðeins fyrir henni í menntaskóla. „Ég segi ekki að ég tali lýtalausa þýsku í dag en ef ég vanda mig heyrist varla hreimur. Ég fékk þarna góða menntun og þetta var gullni miðinn inn í hinn þýska leikhúsheim.“ Hringdi grátandi í kennarinn þegar óléttan kom í ljós Ekki nóg með að það væri töluverð áskorun að byrja í svona erfiðum leiklistarskóla heldur varð Sólveig ólétt stuttu eftir að hafa verið tekin inn í skólann. „Ég uppgötvaði að ég væri ólétt af elsta drengnum okkar Jósefs, þremur dögum áður en skólinn hófst,“ segir Sólveig og hlær. „Ég man að ég hringdi í kennarann minn, konu sem var líka raddþjálfarinn minn og mentor bekksins, hágrátandi og þarna var ég viss um að þetta væri búið. Eftir allt strögglið að komast inn og vera orðin ólétt í ofanálag. Þessu væri bara lokið. En Þjóðverjar eru ótrúlegt fólk. Henni fannst þetta bara stórkostlegt og bara eins og í gamla austrinu þar sem var eðlilegra að stúlkur við skólann væru óléttar og barnaheimili rekið í leiklistarskólanum. Skólinn studdi mig og svo var ég bara í skylmingum og framsögn þar til bara tíu dögum fyrir fæðingu.“ Sólveig og Jósef ásamt eldri strákunum sínum tveimur. Sólveig er gift Jósef Halldórssyni sem menntaði sig einnig í Þýskalandi og hefur unnið bæði þar og á Íslandi sem leikmyndahönnuður. „Við vissum hvort af öðru á Íslandi og svo hittumst við þarna í Berlín og höfum bara verið saman, frá fyrsta deitinu í Berlín, það eru þrjátíu ár í janúar. Við höfum alltaf stutt hvort annað og verið reiðubúin að taka skref til baka ef annað okkar þarf tíma til að vinna. Ég grínast stundum með að þessi þrjátíu ár séu ekki nema sirka sex og hálft ár í rauntíma út af allri fjarbúðinni,“ segir hún. Tilboð dregin til baka í kjölfar seinni óléttu Það átta kannski allir Íslendingar á þeirri velgengni sem Sólveig hefur notið í Þýskalandi eftir að hún útskrifaðist úr Ernst Busch. Hún hefur leikið í fjölda þýskra sjónvarpssería, var fastráðin bæði við Borgarleikhúsið í Wiesbaden og hjá hinu sögufræga Volksbühne leikhúsi í Berlín. „Ég kemst inn á mjög góða umboðsskrifstofu meðan ég er í skólanum. Svo gerist það á lokaárinu í skólanum þá var kynning á okkur nemendunum og ég fékk flest tilboð af þeim sem voru í bekk með mér að komast á samning í þýskum leikhúsum,“ segir hún. „En þarna var ég orðin ólétt af syni númer tvö og það var allavega þannig í hinum þýska leikhúsheimi, þetta er harður heimur, og við það að heyra að ég væri ólétt þá eru tilboðin dregin til baka. Ung leikkona með tvö börn, það er bara eitthvað rugl. Þú getur ekkert verið að vinna í þessu fagi með börn, þú verður að vera reiðubúin að fara á milli borga, leika hlutverk hér og þar,“ segir Sólveig sem ákvað þó að gefast ekki upp. „En það sem gerðist á móti, af því ég var komin með þennan umboðsmann sem tekur þessu bara vel, og við breytum fókusinn af leikhúsinu og við förum að einbeita okkur að sjónvarpi og kvikmyndum. Fer minna í leikhúsið til að byrja með, sem kom þó seinna. Náði góðu starti í sjónvarpi og bíó. Það gekk mjög vel.“ Sólveig er af alvöru leikhúsfjölskyldu, dóttir leikstjórans Þórhildar Þorleif og leikarans Arnars Jónssonar og systir leikstjórans Þorleifs Arnar Arnarssonar.Vísir/Vilhelm En á þessum árum. Fannst þér þú vera utangarðs heima á Íslandi? Fannst þér erfitt að koma heim. Fannstu fyrir öfund eða afbrýðisemi? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var reyndar ekkert mikið að tala um hvað ég væri að gera þarna úti. Þegar ég kom heim þá var ég bara í sumarfríi og hitti vini mína og þeir vissu bara að ég væri að vinna úti. Ég var ekkert að senda fréttatilkynningar á blöðin þegar ég fékk einhverja rullu. Heimurinn hefur líka breyst, þetta er öðruvísi í dag. Ég tek mína vinnu mjög alvarlega en þetta er líka bara vinna,“ segir hún. Sólveig flutti aftur heim til Íslands árið 2003 þegar veikindi í fjölskyldunni komu upp. Guðrún Helga, systir Sólveigar, féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Blessuð sé hennar minning. Hún lést 38 ára og þegar kemur svona mikið reiðarslag þá breytast öll plön. Við vorum mjög nánar og miklar vinkonur. Ég var líka farin að upplifa heimþrá og var með tvo litla drengi. En ég var samt ekkert á leið heim, því ferillinn var á fljúgandi ferð úti. En við þetta áfall þá komum við heim. Ég fer strax að leika í Þjóðleikhúsinu en held samt áfram að fara til Þýskalands og er með annan fótinn þar næstu tíu árin,“ segir Sólveig. „Miðjumoð er ekkert skemmtilegt“ Sólveig leikur um þessar mundir Gertrúd, móður Hamlets, í einum frægasta harmleik sögunnar í Borgarleikhúsinu en það hefur heldur betur gustað um leikstjóra verksins og sýningin vakið upp hörð viðbrögð. „Veistu, þetta er svo gaman og það er svo hressandi og áhugavert að leika í þessari sýningu. Ég ber djúpstæða virðingu fyrir Kolfinnu Nikulásdóttur, leikstjóra verksins. Hún hefur ótrúlega ástríðu fyrir verkinu og hefur lagt gríðarlega vinnu á sig. Það sem er frábært, þegar vel tekst til í leikhúsinu þá einmitt stendur styr um það, og það er skemmtilegt og það er ástríða, við erum að leika sýningar fyrir fullu húsi og meira en helmingurinn af salnum eru menntaskólakrakkar og þeim finnst æðisgengið.“ Sigurbjartur og Sólveig í hlutverkum Hamlets og Gertrúdar. Sólveig segir að leikhúsið eigi að ögra. „Eitthvað miðjumoð er ekkert skemmtilegt, sérstaklega þegar þetta eru svona sýningar. Það sem er merkilegt með leikhúsið er að það koma mjög margir að hverri einustu sýningu þar sem hver og einn setur sínar tilfinningar, sköpun, merkingu, áhuga og áherslur í sýninguna og þess vegna er leikhús, þegar vel tekst til, einhver spegill – ekki endilega á allt samfélagið – en ef þú nærð að fanga einhvern tíðaranda þá hefur þetta raunverulega skírskotun. Og það er áhugavert og gaman að vera í þannig sýningu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar á hlaðvarpi Tals og öllum helstu streymisveitum.
Leikhús Menningarvaktin Þýskaland Bíó og sjónvarp Jól Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira