Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2025 08:00 Slökkviliðsmenn unnu mikið þrekvirki þessa nótt. Þeir þurftu að grafa sig inn í miðju eldhafsins. Vísir/Vilhelm Seint í nóvember árið 2004 átti sér stað einhver mesti bruni sem orðið hafði á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Þá kviknaði í gríðarlegum dekkja- og spilliefnahaug á athafnasvæði förgunarfyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu þessa nótt og festi á filmu baráttu slökkviliðsmannanna við eldinn. „Það var slíkur bruni að það liggur við að maður líki honum við náttúruhamfarir,“ sagði Jón Viðar Matthíasson þáverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri við Fréttablaðið á sínum tíma. Allt lið ræst út Allt tiltækt slökkvilið, ásamt björgunarsveitum, lögreglu, Rauða krossinum og fjölda sjálfboðaliða, tók þátt í aðgerðunum, sem stóðu í tæpa tvo sólarhringa. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að svæði Hringrásar rétt rúmlega tíu þetta kvöld, vegna reyks og hitamyndunar í öðrum haugnum sem varð til í stórbrunanum. Þegar Vilhelm mætti á svæðið skömmu síður blöstu við honum eldtungur sem teygðu sig upp til himins. Hjólbarða- og gúmmíbrunalykt hékk í loftinu og það lá kolsvartur reykjarmökkur yfir hverfinu. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 21.41 og var þá allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Stórtækar vinnuvélar voru þá strax fengnar á staðinn og unnu þær við að skipta haugnum sem eldurinn logaði í. Einnig logaði eldur í skemmu sem var við hliðina á haugnum en þar inni voru vinnuvélar.Vísir/Vilhelm „Þeir komu með slökkviliðsbíl frá Keflavíkurflugvelli sem sprautaði froðu og svona var um að litast; allt í froðu og vatni. Menn voru að vaða í froðunni sem náði upp á ökkla og í olíu og skít. Lyktin allt um kring var brunalykt af brenndu gúmmíi,“ rifjar Vilhelm upp.Vísir/Vilhelm Þegar nær dró miðnætti hófst markviss brottflutningur fólks úr húsunum við Kleppsveg frá Dalbraut og niður á Laugarnesveg, en þá höfðu verið kallaðir út strætisvagnar til þess að flytja fólk í fjöldahjálparstöðina sem komið hafði verið upp í Langholtsskóla. „Þarna er lögreglan búin að loka öllu svo hægt sé að ferja fólkið í burtu. Það var mökkur yfir öllu hverfinu,“ rifjar Vilhelm upp.Vísir/Vilhelm Lögreglumaður með gasgrímu stjórnar umferð. Gasgríman var nauðsynleg enda var mikill og svartur reykur af eldinum.Vísir/Vilhelm Um sex hundruð íbúar við Kleppsveg og nágrenni voru fluttir á brott vegna þykks, eitraðs reykjarmökks sem lagðist yfir íbúðahverfið. Aldrei áður hafði þurft að flytja um sex hundruð manns í nauðaflutningum af heimilum sínum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Langholtsskóla og strætisvagnar keyrðu íbúa á öruggan stað. Íbúi við Kleppsveg bíður þess að vera fluttur í fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Langholtsskóla.Vísir/Vilhelm Um eitt leytið um nóttina voru tæplega 100 manns komnir í fjöldahjálparstöðina í Langholtsskóla.Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hafði nóg að gera við að berjast við eldinn og því voru kallaðir út margir sjálfboðaliðar til aðstoðar. Má þar nefna björgunarsveitir, strætisvagnabílstjóra, Rauða krossinn og fleiri. Sumir sjálfboðaliðar mættu upp á sitt eindæmi, til að mynda leigubílstjórar sem óku fólki og starfsmenn ET-flutningaþjónustu sem notuðu stórvirkar vinnuvélar til að aðstoða slökkviliðið. Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum langt fram eftir nóttu.Vísir/Vilhelm Félagar slökkviliðsmannanna sem störfuðu við brunann í Hringrás sóttu pizzur í matinn á sjúkrabíl. „Pizzurnar voru settar á börur og síðan rúllað til sársvangra slökkviliðsmannanna.“Vísir/Vilhelm Baráttan við eldinn var háð við erfiðar aðstæður. Dekkjahaugarnir, um 2.000 tonn að umfangi, sköpuðu mikinn eldsmat og þurfti stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn að miðju hans. Danska varðskipið Triton dældi sjó óslitið í sólarhring til að tryggja vatnsframboð. Þessa mynd tók Vilhelm morgunin eftir brunann. Ljóst var tjónið var gífurlegt. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrirtækjum daginn eftir brunann og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn vöktu svæðið langt fram eftir næstu nótt til að koma í veg fyrir nýja hitamyndun.Vísir/Vilhelm Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verðmæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Þessa mynd tók Vilhelm af dekkjahaugunum.Vísir/Vilhelm Eftir brunann hófust umfangsmiklar hreinsanir á heimilum og stigagöngum í nágrenninu, sem þakin voru sóti og ólykt. Matvælafyrirtæki þurftu að farga framleiðslu og atvinnuhúsnæði varð fyrir talsverðum reykskaða, þótt tjón einstaklinga reyndist minna en óttast var. Rannsókn sýndi síðar að eldurinn hafði líklega kviknað í hleðslutæki fyrir raflyftara í skemmu fyrirtækisins. Ljósmyndun Einu sinni var... Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Aðfaranótt 19. desember 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga við Hvalsnes sunnan við Sandgerði. Skipið, sem var alls 5700 lestir, var að koma frá Grundartanga á leið til Murmansk eftir að hafa losað kvarts. 7. desember 2025 08:03 Hvorki síldarævintýri né gervigreind Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur. 30. nóvember 2025 08:01 Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00 Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Það var slíkur bruni að það liggur við að maður líki honum við náttúruhamfarir,“ sagði Jón Viðar Matthíasson þáverandi aðstoðarslökkviliðsstjóri við Fréttablaðið á sínum tíma. Allt lið ræst út Allt tiltækt slökkvilið, ásamt björgunarsveitum, lögreglu, Rauða krossinum og fjölda sjálfboðaliða, tók þátt í aðgerðunum, sem stóðu í tæpa tvo sólarhringa. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að svæði Hringrásar rétt rúmlega tíu þetta kvöld, vegna reyks og hitamyndunar í öðrum haugnum sem varð til í stórbrunanum. Þegar Vilhelm mætti á svæðið skömmu síður blöstu við honum eldtungur sem teygðu sig upp til himins. Hjólbarða- og gúmmíbrunalykt hékk í loftinu og það lá kolsvartur reykjarmökkur yfir hverfinu. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 21.41 og var þá allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Stórtækar vinnuvélar voru þá strax fengnar á staðinn og unnu þær við að skipta haugnum sem eldurinn logaði í. Einnig logaði eldur í skemmu sem var við hliðina á haugnum en þar inni voru vinnuvélar.Vísir/Vilhelm „Þeir komu með slökkviliðsbíl frá Keflavíkurflugvelli sem sprautaði froðu og svona var um að litast; allt í froðu og vatni. Menn voru að vaða í froðunni sem náði upp á ökkla og í olíu og skít. Lyktin allt um kring var brunalykt af brenndu gúmmíi,“ rifjar Vilhelm upp.Vísir/Vilhelm Þegar nær dró miðnætti hófst markviss brottflutningur fólks úr húsunum við Kleppsveg frá Dalbraut og niður á Laugarnesveg, en þá höfðu verið kallaðir út strætisvagnar til þess að flytja fólk í fjöldahjálparstöðina sem komið hafði verið upp í Langholtsskóla. „Þarna er lögreglan búin að loka öllu svo hægt sé að ferja fólkið í burtu. Það var mökkur yfir öllu hverfinu,“ rifjar Vilhelm upp.Vísir/Vilhelm Lögreglumaður með gasgrímu stjórnar umferð. Gasgríman var nauðsynleg enda var mikill og svartur reykur af eldinum.Vísir/Vilhelm Um sex hundruð íbúar við Kleppsveg og nágrenni voru fluttir á brott vegna þykks, eitraðs reykjarmökks sem lagðist yfir íbúðahverfið. Aldrei áður hafði þurft að flytja um sex hundruð manns í nauðaflutningum af heimilum sínum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Langholtsskóla og strætisvagnar keyrðu íbúa á öruggan stað. Íbúi við Kleppsveg bíður þess að vera fluttur í fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Langholtsskóla.Vísir/Vilhelm Um eitt leytið um nóttina voru tæplega 100 manns komnir í fjöldahjálparstöðina í Langholtsskóla.Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hafði nóg að gera við að berjast við eldinn og því voru kallaðir út margir sjálfboðaliðar til aðstoðar. Má þar nefna björgunarsveitir, strætisvagnabílstjóra, Rauða krossinn og fleiri. Sumir sjálfboðaliðar mættu upp á sitt eindæmi, til að mynda leigubílstjórar sem óku fólki og starfsmenn ET-flutningaþjónustu sem notuðu stórvirkar vinnuvélar til að aðstoða slökkviliðið. Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum langt fram eftir nóttu.Vísir/Vilhelm Félagar slökkviliðsmannanna sem störfuðu við brunann í Hringrás sóttu pizzur í matinn á sjúkrabíl. „Pizzurnar voru settar á börur og síðan rúllað til sársvangra slökkviliðsmannanna.“Vísir/Vilhelm Baráttan við eldinn var háð við erfiðar aðstæður. Dekkjahaugarnir, um 2.000 tonn að umfangi, sköpuðu mikinn eldsmat og þurfti stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn að miðju hans. Danska varðskipið Triton dældi sjó óslitið í sólarhring til að tryggja vatnsframboð. Þessa mynd tók Vilhelm morgunin eftir brunann. Ljóst var tjónið var gífurlegt. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrirtækjum daginn eftir brunann og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn vöktu svæðið langt fram eftir næstu nótt til að koma í veg fyrir nýja hitamyndun.Vísir/Vilhelm Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verðmæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Þessa mynd tók Vilhelm af dekkjahaugunum.Vísir/Vilhelm Eftir brunann hófust umfangsmiklar hreinsanir á heimilum og stigagöngum í nágrenninu, sem þakin voru sóti og ólykt. Matvælafyrirtæki þurftu að farga framleiðslu og atvinnuhúsnæði varð fyrir talsverðum reykskaða, þótt tjón einstaklinga reyndist minna en óttast var. Rannsókn sýndi síðar að eldurinn hafði líklega kviknað í hleðslutæki fyrir raflyftara í skemmu fyrirtækisins.
Ljósmyndun Einu sinni var... Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Aðfaranótt 19. desember 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga við Hvalsnes sunnan við Sandgerði. Skipið, sem var alls 5700 lestir, var að koma frá Grundartanga á leið til Murmansk eftir að hafa losað kvarts. 7. desember 2025 08:03 Hvorki síldarævintýri né gervigreind Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur. 30. nóvember 2025 08:01 Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00 Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Aðfaranótt 19. desember 2006 strandaði flutningaskipið Wilson Muuga við Hvalsnes sunnan við Sandgerði. Skipið, sem var alls 5700 lestir, var að koma frá Grundartanga á leið til Murmansk eftir að hafa losað kvarts. 7. desember 2025 08:03
Hvorki síldarævintýri né gervigreind Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur. 30. nóvember 2025 08:01
Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00
Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00