Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. desember 2025 11:37 Joakim Vigelius og Juho Eerola lýstu yfir stuðningi við Söruh Dzafce, annar með mynd og hinn með færslu. Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum. Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius) Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hin sænsk-kósovska Sarah Dzafce var kjörin Ungfrú Finnland 6. september síðastliðinn og keppti í Ungfrú heimi í lok nóvember. Eftir heimkomuna birti Dzafce mynd af sér á samfélagsmiðlinum Jodel þar sem hún gerði sig skáeygða og skrifaði við hana: „Borðað með Kínverja“. Eins og gefur að skilja vakti gjörningurinn sterk viðbrögð, Dzafce sagðist í fyrstu bara hafa verið að nudda á sér gagnaugun vegna höfuðverkjar en gekkst á endanum við rasísku gríninu og baðst afsökunar. Hún var síðan svipt titlinum á blaðamannafundi í gær og fór hann til þeirrar sem hreppti annað sætið upphaflega. „Ég er Sarah“ Síðdegis í gær breytti finnski þingmaðurinn Juho Eerola prófílmynd sinni á Facebook. Á nýju myndinni mátti sjá hann gera sig skáeygðan á sama máta og fegurðardrottningin hafði gert. Finnski miðillinnHelsingin Sanomat fjallar um málið. Myndin sem Eerola birti á Facebook. Við myndina skrifaði hann „Je Suis Sarah“ eða „Ég er Sarah“ sem er vísun í „Je Suis Charlie“ sem varð að slagorði eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París 2015. Eerola hefur verið í þjóðernissinnaða hægriflokknum Sönnum Finnum frá 2006, var fyrst kjörinn á finnska þingið 2011 og hefur jafnframt verið í leiðtogahlutverkum innan flokksins. Eitt helsta baráttumál flokksins er að hefta straum innflytjenda til landsins. Hakkarahópurinn Anonymous lak árið 2011 umsóknum í nýnasistahópinn Norðurvígi og reyndist aðstoðarmaður Eerola, Ulla Pyysalo, hafa sótt um. Eerola sjálfur hafði verið meðlimur í þjóðernissinnuðu samtökunum Suomen Sisu en sagði sig úr þeim því honum fannst þátttaka hans í samtökunum notuð sem vopn gegn Sönnum Finnum. Miskunnarlaust, teprulegt og húmorslaust Eerola er ekki sá eini úr Sönnum Finnum sem hefur tjáð sig um málið. Joakim Vigelius, þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar hans, tjáði sig um málið á X (Twitter) og Instagram. Hann sagði þar að fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfið í dag einkenndist af miskunnarleysi. Fólk mætti ekki gera mistök, tala frjálslega, grínast eða móðga neinn, annars verði það traðkaða ofan í jörðina. Fólk mætti ekki grínast lengur og spurði hann svo hvort fólki þætti það sanngjarnt að Dzafce hefði verið svipt titlinum vegna þessa. „Mér finnst það ekki. Mér finnst þetta sjúkt. Teprulegt, húmorslaust og umfram allt miskunnarlaust. Og ég er ekki bara að tala um fegurðarsamkeppnishneykslið heldur stöðugar nornaveiðarnar og móralska rausið.“ View this post on Instagram A post shared by Joakim Vigelius (@joakimvigelius)
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira