Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2025 13:59 Martin Green tók við sem framkvæmdastjóri Eurovision í fyrra. James Stack/BBC Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar. Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“ Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Í bréfinu sem birtist á vef Eurovision segir Martin Green framkvæmdastjóri að hann geri sér grein fyrir því að margir aðdáendur keppninnar séu hryggir á þessum tímamótum. „Ég er það svo sannarlega, sem er ástæða þess að ég vildi skrifa ykkur beint,“ skrifar framkvæmdastjórinn. Ísland tilkynnti í gær að það myndi ekki taka þátt og bætist þar með í hóp Hollendinga, Spánverja, Slóvena og Íra en ástæðan er þátttaka Ísraels, hernaður þeirra á Gasa og afskipti af keppninni í fyrra. Hlustar og er ekki sama Green segist í bréfi sínu vita að aðdáendur keppninnar hafi sterkar skoðanir á atburðum í Miðausturlöndum, enginn geti látið atburði þar ekki á sig fá. Aðdáendur hafi haft samband við skipuleggjendur keppninnar vegna þessa og gagnrýnt þögn þeirra. „Ég vil segja að við heyrum í ykkur. Við skiljum hvers vegna ykkur er svona mikið niðri fyrir og okkur er ekki sama.“ Hann rifjar upp að Eurovision hafi orðið til fyrir sjötíu árum í sundraðri Evrópu eftir seinna stríð. Keppnin hafi verið tákn einingar, friðar og vonar í gegnum tónlist. Grunnurinn hafi ekki breyst og tilgangur keppninnar sé enn hinn sami. Keppnin hafi lifað og dafnað þrátt fyrir stríð, pólitísk umbrot og breytt landamæri. Hún hafi verið staður þar sem fólk frá öllum heimshornum geti komið saman til að fagna sköpunargleði og tengslum þrátt fyrir en líka vegna heimsins í kring. Hann segist vita sem er að margir aðdáendur vilji að skipuleggjendur taki afdráttarlausa afstöðu til landfræðilegra og pólitískra viðburða. Eina leiðin fyrir skipuleggjendur til að tryggja að Eurovision haldi áfram að sameina fólk sé með því að fylgja reglum keppninnar. Muni ekki líða reglubrot „Þegar við horfum til næsta árs munum við tryggja að allar þátttökusjónvarpsstöðvar virði reglur keppninnar og ef þær gera það ekki, þá hafið þið persónulegt loforð frá mér um að við munum ekki líða það og munum vekja athygli á því.“ Eurovision sé einstakur vettvangur í sundruðum heimi fyrir milljónir fólks sem geti fagnað því sem tengi þau saman. Það sé vettvangur þar sem tónlistin sé í aðalhlutverki, sem tekur öllum opnum örmum sama hver viðkomandi sé, hvar hann sé eða hvaða skoðanir hann hafi á heiminum. „Ég vil sérstaklega segja við aðdáendur á Írlandi, Spáni, Íslandi, Slóveníu og í Hollandi að sjónvarpsstöðvar ykkar, eins og allir meðlimir okkar, tóku ákvörðun sem var rétt fyrir þær og lögðu sitt af mörkum til umræðunnar með mikilli reisn. Við öll hér virðum afstöðu þeirra og ákvörðun. Við munum halda áfram að vinna með þeim sem vinir og samstarfsfélagar í von um að þau snúi aftur í keppnina fljótlega.“ Þá segir Green að listamenn, sendinefndir og aðdáendur séu hjarta keppninnar. Skipuleggjendur geri sér grein fyrir því hve mikil ást sé borin til viðburðarins og hve margir byggi líf sitt á ástríðu sinni fyrir Eurovision. „Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur svo að Eurovision haldi áfram að vera staður þar sem vinátta er mynduð, fólk lærir tungumál og nýjar tónlistarstefnur, uppgötvar nýja listamenn, í önnur sjötíu ár og lengur.“
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira