Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 22:00 Noni Madueke var öflugur fyrir Arsenal í kvöld Vísir/Getty Noni Madueke bauð upp á skotsýningu er Arsenal bar öruggan sigur úr býtum gegn Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í kvöld og einokar þar með toppsæti deildarinnar. Lokatölur í Belgíu urðu 3-0 Arsenal í vil. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal hefur þurft að leita djúpt í sinn leikmannahóp á tímabilinu sökum meiðsla lykilmanna og voru stór nöfn fjarverandi hjá Skyttunum í kvöld. Þeir hafa þó sýnt það áður á tímabilinu að breiddin er mikil og hafa, þó svo að nýir menn detti inn á meiðslalistann, endurheimt aðra sem hafa svo látið að sér kveða. Einn þeirra leikmanna er Noni Madueke sem skoraði fyrstu tvö mörk Arsenal í kvöld. Það fyrra var í hæsta gæðaflokki þar sem að Madueke brokkaði með boltann frá miðjum vallarhelmingi Club Brugge og hamraði honum á markið rétt fyrir utan vítateig. Boltinn fór í þverslánna og inn. Gabriel Martinelli átti svo eftir að innsigla 3-0 sigur liðsins með marki í seinni hálfleik en sigurinn sér til þess að Arsenal býr á ný til þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar milli sín og Bayern Munchen. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Belgíski boltinn Enski boltinn Arsenal FC
Noni Madueke bauð upp á skotsýningu er Arsenal bar öruggan sigur úr býtum gegn Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í kvöld og einokar þar með toppsæti deildarinnar. Lokatölur í Belgíu urðu 3-0 Arsenal í vil. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal hefur þurft að leita djúpt í sinn leikmannahóp á tímabilinu sökum meiðsla lykilmanna og voru stór nöfn fjarverandi hjá Skyttunum í kvöld. Þeir hafa þó sýnt það áður á tímabilinu að breiddin er mikil og hafa, þó svo að nýir menn detti inn á meiðslalistann, endurheimt aðra sem hafa svo látið að sér kveða. Einn þeirra leikmanna er Noni Madueke sem skoraði fyrstu tvö mörk Arsenal í kvöld. Það fyrra var í hæsta gæðaflokki þar sem að Madueke brokkaði með boltann frá miðjum vallarhelmingi Club Brugge og hamraði honum á markið rétt fyrir utan vítateig. Boltinn fór í þverslánna og inn. Gabriel Martinelli átti svo eftir að innsigla 3-0 sigur liðsins með marki í seinni hálfleik en sigurinn sér til þess að Arsenal býr á ný til þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar milli sín og Bayern Munchen.