Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 07:07 Ný flugstöð verður byggð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt samgönguáætlun. Vilhelm Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira