Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Eiður Þór Árnason og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. desember 2025 20:11 Nýverið var greint frá því að tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur væri ekki lengur aðgengileg á streymisveitum í Ísrael. Santiago Felipe/Redferns for ABA Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðunin eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Samþykkt var á fundi aðildarríkja Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Í kjölfarið hafa Spánn, Írland, Slóvenía og Holland tilkynnt að þau verði ekki með það ár. Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV, hefur sagt ákvörðunina vonbrigði. Klippa: Ísland með Eurovision? Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefur skorað á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur nú lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. „Tökum undir hvert einasta orðs Páls Óskars og óskum stjórn RÚV hugrekkis í ákvarðanatöku á miðvikudaginn 🙏🙏🙏👂👂👂 Hugsa með hjartanu,“ skrifar Björk í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook. Tónlistarkonan heimsþekkta er með yfir 2,2 milljónir fylgjenda á Instagram. Í færslunni vísar Björk til viðtals sem tekið var við Pál fyrr í dag. Beinir hún skilaboðum sínum til stjórnar RÚV og merkir alla tíu meðlimi stjórnarinnar í færslunni. Ísland geti haldið eigin keppni Páll Óskar vill að RÚV sniðgangi Eurovision þar til Ísrael hefur verið vísað úr keppni. „Það þarf að setja hér skýr mörk. Það er skandall að EBU [Samband evrópskra sjónvarpsstöðva] hafi leyft Ísrael að halda áfram og tekið þá ákvörðun eftir allt sem á undan er gengið,“ sagði Páll Óskar í fréttum Sýnar í kvöld. „Ég held að það séu margar góðar hugmyndir í pottinum. Við getum víst haldið okkar eigin söngvakeppni og boðið löndunum sem eru að sniðganga núna. Bjóðum Slóveníu, Spáni, Írlandi, Hollandi. Bjóðum þeim að vera með og látum allan ágóðann renna til barnanna á Gasa. Af hverju ekki?“ Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Björk Tengdar fréttir „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01 Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðunin eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Samþykkt var á fundi aðildarríkja Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Í kjölfarið hafa Spánn, Írland, Slóvenía og Holland tilkynnt að þau verði ekki með það ár. Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV, hefur sagt ákvörðunina vonbrigði. Klippa: Ísland með Eurovision? Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefur skorað á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision á næsta ári. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hefur nú lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. „Tökum undir hvert einasta orðs Páls Óskars og óskum stjórn RÚV hugrekkis í ákvarðanatöku á miðvikudaginn 🙏🙏🙏👂👂👂 Hugsa með hjartanu,“ skrifar Björk í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook. Tónlistarkonan heimsþekkta er með yfir 2,2 milljónir fylgjenda á Instagram. Í færslunni vísar Björk til viðtals sem tekið var við Pál fyrr í dag. Beinir hún skilaboðum sínum til stjórnar RÚV og merkir alla tíu meðlimi stjórnarinnar í færslunni. Ísland geti haldið eigin keppni Páll Óskar vill að RÚV sniðgangi Eurovision þar til Ísrael hefur verið vísað úr keppni. „Það þarf að setja hér skýr mörk. Það er skandall að EBU [Samband evrópskra sjónvarpsstöðva] hafi leyft Ísrael að halda áfram og tekið þá ákvörðun eftir allt sem á undan er gengið,“ sagði Páll Óskar í fréttum Sýnar í kvöld. „Ég held að það séu margar góðar hugmyndir í pottinum. Við getum víst haldið okkar eigin söngvakeppni og boðið löndunum sem eru að sniðganga núna. Bjóðum Slóveníu, Spáni, Írlandi, Hollandi. Bjóðum þeim að vera með og látum allan ágóðann renna til barnanna á Gasa. Af hverju ekki?“
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Björk Tengdar fréttir „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01 Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. 5. desember 2025 12:01
Ísraelar fá að vera með í Eurovision Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. 4. desember 2025 17:37