Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 19:00 Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir gríðarlega aukningu á haldlagningu á fíkniefnum tengjast fjölgun brotahópa á landinu. Vísir Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira