Innlent

Karla­klefunum lokað í Sund­höllinni vegna raka­skemmda

Atli Ísleifsson skrifar
Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt.
Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt. Reykjavíkurborg

Loka þarf karlaklefum í Sundhöll Reykjavíkur tímabundið vegna rakaskemmda. Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að laugin verði opin öllum á meðan á framkvæmdum standi. 

„Gömlu kvennaklefarnir, sem hingað til hafa verið notaðir fyrir stúlkur í skólasundi, verða notaðir sem karlaklefar og fyrir skólasund drengja. Stúlkur í skólasundi munu nota nýja kvennaklefann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af þessari lokun,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×