United missti frá sér sigurinn í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diogo Dalot fagnar fyrsta markinu sem hann skorar fyrir Manchester United á Old Trafford.
Diogo Dalot fagnar fyrsta markinu sem hann skorar fyrir Manchester United á Old Trafford. Getty/Justin Setterfield

Manchester United var á leiðinni upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gáfu færi á sér á lokamínútunum í lokaleik fjórtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham-menn nýttu sér það, jöfnuðu metin í 1-1 og tryggðu sér stig á Old Trafford.

West Ham situr áfram í fallsæti þrátt fyrir þetta stig en miðað við það hvernig þetta leit út undir lokin þá fagna Hamrarnir þessum úrslitum.

Diogo Dalot hafði komið United í 1-0 á 58. mínútu leiksins og þrátt fyrir fá færi í leiknum þá voru United-menn búnir að vera hættulegri.

Markið kom eftir að skot Casemiro fór af varnarmanni og boltinn féll beint fyrir fætur Diogo Dalot sem er óvaldaður í um níu metra fjarlægð frá markinu og skoraði með hnitmuðuðu skoti. Þetta var fyrsta mark Diogo Dalot í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford en fyrri þrjú mörk hans komu öll í útileikjum.

West Ham var ekki að ógna United-liðinu mikið en þeir fengu hornspyrnu á 83. mínútu sem þeir nýttu sér vel.

Soungoutou Magassa tókst þá að jafna fyrir West Ham þegar hann fylgdi eftir skalla Jarrod Bowen sem var varinn á marklínu. Magassa gekk til liðs við West Ham frá Monaco í sumar fyrir um 17 milljónir punda og þetta var fyrsta mark hans í enskum fótbolta.

West Ham sótti aðeins eftir markið en féll svo til baka og varði stigið á lokamínútunum og það tókst.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira