Innlent

Ís­lendingar í öðrum bílnum og er­lendir ferða­menn í hinum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Snjóþekja og þæfingur var á Fjarðarheiði í gær þegar slysið varð.
Snjóþekja og þæfingur var á Fjarðarheiði í gær þegar slysið varð. Vísir/Sigurjón

Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 

Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann sagðist ekki geta gefið upp í hvorum bílanna hinn látni var. 

Viðbragðsaðilum á Austurlandi barst tilkynning um alvarlegt bílslys á Fjarðarheiði um klukkan tvö eftir hádegi í gær. Veginum um heiðina var lokað um tíma og stýrði lögregla umferð eftir að opnað var aftur fyrir umferð. 

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Kristján Ólafur vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 


Tengdar fréttir

Vísar til banaslyssins sem þess sem fólk óttist

Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin.

Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg

Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg.

Banaslys á Fjarðarheiði

Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×