Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur. Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur.
Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira