Enski boltinn

Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benoný Breki Andrésson skoraði langþráð mark í kvöld.
Benoný Breki Andrésson skoraði langþráð mark í kvöld. Vísir/Anton Brink

Benoný Breki Andrésson var í byrjunarliðinu og skoraði langþráð mark fyrir Stockport County í kvöld.

Stockport County mætti Crewe Alexandra í EFL-bikarnum.

Benoný Breki hafði ekki skorað í ellefu fyrstu leikjum sínum í öllum keppnum á leiktíðinni.

Hann jafnaði metin á 33. mínútu eftir að Adrien Thibaut hafði komið heimamönnum yfir strax á 5. mínútu.

Benoný Breki var tekinn af velli á sjötugustu mínútu leiksins en ekki voru fleiri mörk skoruð.

Úrslitin réðust í vítakeppni þar sem Stockport County hafði betur 4-1 og komst áfram í átta liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×