Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 22:10 Ao Tanaka fagnar öðru marki Leeds United í sigrinum á Chelsea í kvöld. Getty/Alex Livesey Meistaravonir Chelsea dofnuðu aðeins í kvöld þegar liðið steinlá óvænt í heimsókn sinni á Elland Road í Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í Leeds United unnu 3-1 sigur og komust úr fallsæti. Liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð og fögnuðu sigrinum því gríðarlega. Eftir þetta tap þá er Chelsea komið níu stigum á eftir toppliði Arsenal en sigur í fjórða sætinu er stigi á undan Crystal Palace. Þetta er flottasti sigur Leeds á tímabilinu og gæti komið þeim í gírinn fyrir jólamánuðinn en á sama tíma ætlar Chelsea ekki að fylgja toppliðunum nægjanlega vel eftir. Jaka Bijol kom Leeds í 1-0 á 6. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Anton Stach og Ao Tanaka kom heimamönnum síðan í 2-0 á 43. mínútu. Pedro Neto kom inn á í hálfleik og minnkaði muninn í 2-1 á 50. mínútu. Fjórum mínútum síðar dæmdi Varsjáin mark af Lukas Nmecha hjá Leeds vegna rangstöðu. Chelsea reyndi að sækja annað mark en Leeds refsaði alltaf reglulega í hröðum sóknum. Leeds náði hins vegar þriðja markinu á 72. mínútu þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði. Sigur Leeds var mjög sanngjarn sem sést vel á xG þar sem þeir voru með 2,82 á móti aðeins 1,10 hjá Chelsea. Enski boltinn
Meistaravonir Chelsea dofnuðu aðeins í kvöld þegar liðið steinlá óvænt í heimsókn sinni á Elland Road í Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í Leeds United unnu 3-1 sigur og komust úr fallsæti. Liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð og fögnuðu sigrinum því gríðarlega. Eftir þetta tap þá er Chelsea komið níu stigum á eftir toppliði Arsenal en sigur í fjórða sætinu er stigi á undan Crystal Palace. Þetta er flottasti sigur Leeds á tímabilinu og gæti komið þeim í gírinn fyrir jólamánuðinn en á sama tíma ætlar Chelsea ekki að fylgja toppliðunum nægjanlega vel eftir. Jaka Bijol kom Leeds í 1-0 á 6. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Anton Stach og Ao Tanaka kom heimamönnum síðan í 2-0 á 43. mínútu. Pedro Neto kom inn á í hálfleik og minnkaði muninn í 2-1 á 50. mínútu. Fjórum mínútum síðar dæmdi Varsjáin mark af Lukas Nmecha hjá Leeds vegna rangstöðu. Chelsea reyndi að sækja annað mark en Leeds refsaði alltaf reglulega í hröðum sóknum. Leeds náði hins vegar þriðja markinu á 72. mínútu þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði. Sigur Leeds var mjög sanngjarn sem sést vel á xG þar sem þeir voru með 2,82 á móti aðeins 1,10 hjá Chelsea.