Innlent

Vita enn ekki hvernig maðurinn lést

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn fannst látinn í litlu fjölbýlishúsi á sunnudagsmorgun.
Maðurinn fannst látinn í litlu fjölbýlishúsi á sunnudagsmorgun. Vísir/Vilhelm

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að skýrslutökur hafi farið fram vegna rannsóknar málsins en enginn sé í haldi lögreglu. Ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hinn látni hafi verið af portúgölskum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×