Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2025 23:39 Benedikt S. Benediktsson er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/Anton Brink Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Um áramótin hækka vörugjöld á bíla sem ganga fyrir bensíni og dísil. Gjald fólksbíla fer úr fimm prósentum í fimmtán. Gjöld á bíla sem áður báru þrettán prósenta vörugjald, svo sem vinnuvélar, fara í tuttugu prósent og gjöld á hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól fara úr þrjátíu prósentum í fjörutíu. Fólk kaupi bíl strax Fjölmörg bílaumboð hafa í aðdraganda hækkunarinnar hvatt fólk í bílahugleiðingum að ganga frá kaupum fyrr en síðar, enda verði bílarnir dýrari eftir áramót. Dæmi um auglýsingar frá bílaumboðum þar sem fólk er látið vita af hækkuninni.Vísir/Sara Líklegt er að auglýsingarnar hafi borið árangur en fjórtán hundruð ökutæki voru nýskráð í nóvember. Sama mánuð í fyrra voru þau fimm hundruð. Fjöldi nýskráðra bíla var tæplega þrefaldur í nóvember í ár miðað við sama mánuð á síðasta ári.Vísir/Sara Töluverð áhrif Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir gríðarlega fjölgun nýskráðra tvinnbíla vekja athygli. „Ef þetta fer fram sem horfið, verði þessi aukning fyrir áramót og þá verður væntanlega lág deyða í sölu á nýjum bílum fram eftir næsta ári. Jafnvel fram yfir verslunarmannahelgi eða eitthvað slíkt. Þá má gera ráð fyrir því að sala á rafmagnsbílum verði í góðu horfi þar sem þetta hefur minni háttar áhrif á hana. En þegar það kemur að öllum bílum sem að einhverju leyti ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, já þá má gera ráð fyrir að það hafi töluverð áhrif,“ segir Benedikt. Fáir vilji leigja rafbíla Sextíu og fimm prósent nýskráðra bíla einstaklinga eru rafmagnsbílar og hækkun gjaldanna nær því ekki til þeirra. Hins vegar eru rafbílar eingöngu tæp níu prósent af nýskráningum bílaleiga. „Helmingurinn af kaupendum eru bílaleigur. Það eru erfiðleikar sem þær þurfa að glíma við þegar kemur að því að koma rafbílum í útleigu. Þannig að þar er eitthvað verkefni sem þarf að vinna,“ segir Benedikt. „Það er alla vega ljóst að meðalbílaleigubíll og svipaðir bílar munu taka hvað mestri hækkun ef fram fer sem horfir,“ segir Benedikt.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Tengdar fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. 18. október 2025 10:30