Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 16:39 Steinar Sverrisson hefur verið leiðsögumaður í yfir 25 ár. Samsett Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira