Innlent

Lækningastjóri undir­býr starf­semi í nýs Land­spítala

Kjartan Kjartansson skrifar
Ólafur Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum sem tekur nú við sem forstöðumaður þróunar klínískrar þjónustu í nýjum Landspítala.
Ólafur Baldursson, fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum sem tekur nú við sem forstöðumaður þróunar klínískrar þjónustu í nýjum Landspítala. Vísir/Arnar

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, verður falið að undirbúa starfsemi spítalans í nýbyggingum sem verið er að reisa við Hringbraut. Auglýsa á stöðu framkvæmdastjóra lækninga til umsóknar á næstunni.

Staðan sem Ólafur tekur við er forstöðumaður þróunar klínískrar þjónustu í nýjum Landspítala, að því er kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri lækninga frá árinu 2009.

Verkefni Ólafs er sagt ná til allra starfseininga með áherslu á klíníska starfsemi, kennslu, vísindastarf og nýsköpun. Innan þess verði einig unnið að framtíðarsýn, stefnu og áætlanagerð, bæði hvað varði klínísk málefni og faglegar fosendur rekstraráætlana.

Ólafur er í tilkynningunni sagður hafa unnið að breytingastjórnunarverkefnum og framtíðaráætlunum um mönnun og rekstur í heilbrigðisráðuneytinu og á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra fólk Ólafi að leiða verkefni um framtíð læknisþjónustu árið 2023. Tók Ólafur ársleyfi frá störfum á Landspítalanum til þess að sinna því.

Árið áður var hann ráðinn til Karolinska sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga til eins árs.

Ólafur var á meðal umsækjenda um embætti landlæknis fyrr á þessu ári. María Heimsdóttir hlaut embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×