Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2025 09:49 Þulir í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að áhorf á sjónvarpsfréttir Sýnar hafi aukist yfir sjötíu prósent á síðastliðnum tveimur árum eða frá því að fréttir fóru í opna dagskrá. „Áhorf mælist nú hæst á virkum dögum þegar yfir 50 þúsund landsmenn horfa á fréttir á hverjum degi. Að halda úti kvöldfréttatíma og sinna mikilvægri almannaþjónustu, í núverandi rekstrar- og samkeppnisumhverfi, er gríðarleg áskorun og eftir tæplega 40 ára samfellda sögu gerum við þessar breytingar,“ segir í tilkynningunni. Fréttir verða áfram sagðar á Bylgjunni og Vísi alla daga vikunnar og sjónvarpsfréttir verða áfram á sínum stað kl. 18:30 alla virka daga. Þá verður Ísland í dag á sínum stað mánudaga til fimmtudaga. Félagið muni áfram fylgjast náið með þróun rekstrarumhverfis fjölmiðla og meta hvaða rekstrarform sé sjálfbært til lengri tíma. „Aðgerðin styður rekstrarleg markmið félagsins en breytir ekki afkomuspá fyrir 2025. Hún er enn eitt skrefið í að aðlaga starfsemina að síversnandi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Fréttastofa Sýnar hefur frá árinu 1986 verið frumkvöðull í fréttaþjónustu og séð fólkinu í landinu fyrir frjálsum og óháðum fréttum. Það dylst engum að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er að óbreyttu ósjálfbært. Einkareknir miðlar búa við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. „Stjórnvöld hafa hingað til ekki sýnt áhuga á að grípa til þeirra heildstæðra aðgerða sem ítrekað hefur verið kallað eftir. Sýn vill reyna að standa vörð um öfluga og sjálfstæða sjónvarpsfréttamennsku. Án raunhæfra viðbragða af hálfu stjórnvalda og löggjafans gæti svo farið að forsendur fyrir rekstri sjónvarpsfrétta bresti alfarið í náinni framtíð.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að áhorf á sjónvarpsfréttir Sýnar hafi aukist yfir sjötíu prósent á síðastliðnum tveimur árum eða frá því að fréttir fóru í opna dagskrá. „Áhorf mælist nú hæst á virkum dögum þegar yfir 50 þúsund landsmenn horfa á fréttir á hverjum degi. Að halda úti kvöldfréttatíma og sinna mikilvægri almannaþjónustu, í núverandi rekstrar- og samkeppnisumhverfi, er gríðarleg áskorun og eftir tæplega 40 ára samfellda sögu gerum við þessar breytingar,“ segir í tilkynningunni. Fréttir verða áfram sagðar á Bylgjunni og Vísi alla daga vikunnar og sjónvarpsfréttir verða áfram á sínum stað kl. 18:30 alla virka daga. Þá verður Ísland í dag á sínum stað mánudaga til fimmtudaga. Félagið muni áfram fylgjast náið með þróun rekstrarumhverfis fjölmiðla og meta hvaða rekstrarform sé sjálfbært til lengri tíma. „Aðgerðin styður rekstrarleg markmið félagsins en breytir ekki afkomuspá fyrir 2025. Hún er enn eitt skrefið í að aðlaga starfsemina að síversnandi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Fréttastofa Sýnar hefur frá árinu 1986 verið frumkvöðull í fréttaþjónustu og séð fólkinu í landinu fyrir frjálsum og óháðum fréttum. Það dylst engum að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er að óbreyttu ósjálfbært. Einkareknir miðlar búa við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. „Stjórnvöld hafa hingað til ekki sýnt áhuga á að grípa til þeirra heildstæðra aðgerða sem ítrekað hefur verið kallað eftir. Sýn vill reyna að standa vörð um öfluga og sjálfstæða sjónvarpsfréttamennsku. Án raunhæfra viðbragða af hálfu stjórnvalda og löggjafans gæti svo farið að forsendur fyrir rekstri sjónvarpsfrétta bresti alfarið í náinni framtíð.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira