Lífið

Bryn­dís Líf og Stefán eiga von á dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bryndís og Stefán eiga von á dreng í apríl.
Bryndís og Stefán eiga von á dreng í apríl.

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi.

Bryndís og Stefán eru búsett í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum, en þau fluttu vestur um haf í apríl 2023 þegar Stefán fékk starf hjá Marel.

Bryndís er með BS-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og starfar hjá fyrirtæki sem aðstoðar sprotafyrirtæki við fjármögnun og á samfélagsmiðlum.

„Ég hef verið að baka aðeins meira en súrdeigsbrauð upp á síðkastið. Við erum svo spennt að hitta litla kraftaverkið okkar árið 2026,“ skrifar Bryndís við færslu á Instagram og deilir fallegum óléttumyndum af sér við sólarlagið á hvítri strönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.