Lífið

Retró-draumur í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin hefur verið eins í rúma sex áratugi.
Íbúðin hefur verið eins í rúma sex áratugi.

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Íbúðin er að mestu leyti upprunaleg að innan og í heillandi retro-stíl. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Í lýsingu eignarinnar kemur fram að hún hafi haldist óbreytt í rúma sex áratugi og ber þess merki að vel hafi verið hugsað um hana. Þegar inn er komið er eins og stigið sé inn í tímavél, þar sem upprunalegar innréttingar, veggfóður og retró-húsgögn mynda samræmda heild sem endurspeglar stíl þess tíma.

Sérstaklega má nefna eldhúsið, sem hefur verið varðveitt af mikilli natni. Það er fágætt að rekast á slíkar upprunalegar innréttingar í dag og eldhúsið er sannkallaður dýrgripur fyrir hönnunarunnendur. Á gólfum er korkur og viðarfjalir í lofti.

Í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur með stórum gluggum, aðskildar með franskri glerhurð.

Baðherbergið er flísalagt með fagurgrænum flísum, baðkari og hvítri innréttingu. Þá er skemmtilegt að sjá að gardínurnar eru í sama lit og flísarnar.

Samtals eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni. Eigninni fylgir einnig 27 fermetra sérstæður bílskúr.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Húsið var byggt árið 1949 en hefur fengið gott viðhald að utan í gegnum árin.
Veggfóður með ólíkum mynstrum og áferð prýðir rýmin.
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og afar sjarmerandi.
Borðkrókurinn minnir á leikmynd úr gömlum kvikmyndum.
Svefnherbergið er rúmgott með innbyggðum fataskápum.
Úr forstofunni er gengið inn í rúmgott parketlagt hol.
Húsgögnin eru í retró-stíl.
Baðherbergið er flísalagt með fagurgrænum flísum.
Í sameign á jarðhæð er stórt herbergi sem upphaflega var hugsað sem tvær geymslur, en hefur lengst af verið sameinað og notað sem íverurými.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.