Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 20:56 Sigríður Á. Andersen (M) og Bryndís Haraldsdóttir (D) í kvöldfréttum Sýnar. Aðsend Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira