Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Agnar Már Másson skrifar 21. nóvember 2025 20:56 Sigríður Á. Andersen (M) og Bryndís Haraldsdóttir (D) í kvöldfréttum Sýnar. Aðsend Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen úr Miðflokknum og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum mættust í setti í kvöldfréttum Sýnar. Miðflokkurinn hefur sópað til sín fylgi undanfarið á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sér á strik og er sagður í erfiðri stöðu. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Maskínu á eftir Samfylkingunni og er samkvæmt því orðinn stærsti hægriflokkurinn þar sem hann skákar Sjálfstæðisflokknum. Þurfi ekki að endurhugsa klassíska og hófsama hægri flokkinn Bryndís í Sjálfstæðisflokknum segir flokkinn taka þessum niðurstöðum sem skilaboðum um að tala þurfi skýrar. „Við þurfum ekkert að endurhugsa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er það sem hann er; þetta er hófsamur klassískur íhaldsflokkur, hófsamur hægriflokkur,“ sagði Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Hún benti á að Viðreisn hefði einnig tapað fylgi í umræddri könnun og að Flokkur fólksins væri við það að detta af þingi. „En við tökum til okkar það sem þar á heima en auðvitað eru það kosningar sem skipta máli.“ Segir skýrleika Miðflokksins hafa skilað sér Sigríður, sem áður var ráðherra úr röðum Sjálfstæðismanna en er nú þingkona Miðflokksins, segir að skýrleiki í málflutningi Miðflokksmanna sé að skila sér. „Menn þurfa auðvitað að hafa þá skoðun og tala um þá hluti sem brenna á kjósendum,“ sagði Miðflokkskonan, sem nefndi menntamál í því samhengi. Þá telur hún að kjósendur meti það svo að það sé ekki nóg að tala skýrt, heldur þurfi einnig að fylgja stefnumálum sínum eftir. Viðreisnarmenn taki upp málflutning Miðflokksmanna „Ég sé það líka að flokkur eins og Viðreisn er að taka upp málflutning Miðflokksmanna,“ sagði Sigríður Á. Andersen og vísaði þar til útlendingamála, þar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra úr röðum Viðreisnarmanna, hyggst nú herða skilyrði fyrir dvalarleyfum og koma á fót lokuðu brottfararúrræði fyrir flóttafólk. „Ég bendi hins vegar á að það er óskýrleiki í öllum þeim málflutningi.“ „Öll mín mál fóru í gegn!“ Bryndís í Sjálfstæðisflokknum er þá spurð hvort Sjálfstæðismenn hafi misst boltann í útlendingamálum þegar flokkurinn var síðast í ríkisstjórn fyrir rétt rúmu ári. „Á ákveðnum tímapunkti þá gerðum við það,“ segir Bryndís, sem tók fram að ekki hafi verið meirihluti á þinginu til að knýja fram þær breytingar á lögum um veitingu alþjóðlegrar verndar og sagði að breytingar sem Sigríður hafi lagt fram hafi ekki komist í gegnum þingið. Sigríður greip fram í: „Öll mín mál fóru í gegn.“ Bryndís áréttaði: „Ekki varðandi verndarmálin.“ Sigríður stóð á sínu: „Öll þau mál sem ég lagði fram fóru í gegn.“ Bryndís svarar: „Ekki í gegnum ríkisstjórnina þá.“ Sjálfstæðiskonan vildi meina að trúverðugleika vantaði í málflutning Viðreisnar í útlendingamálum. Hún benti á að flokkurinn hefði lagst gegn öllum breytingum á útlendingalöggjöf sem lögðar voru fram á síðasta kjörtímabili. „Við misstum boltann á ákveðnum tímapunkti en við náðum honum sannarlega til baka,“ sagði Bryndís sem tók fram að dvalarleyfisumsóknum hefði snarfækkað. Hún kveðst fagna því að aðrir flokkar séu komnir á sama bát og Sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skoðanakannanir Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira