Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:00 Reglur um snjallsíma eru ofarlega í huga barnanna sem sækja barnaþingið heim í dag. Hér eru ferðamenn á Snæfellsnesi með nefið ofan í símunum. Vísir/Vilhelm Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“ Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“
Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira