„Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 14:30 Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth eru báðir að glíma við meiðsli sem eru slæmar fréttir fyrir mörg Fantasy-lið landsmanna. Getty/Ryan Pierse/Dan Mullan Fjarvera Gabriel hjá Arsenal og Antoine Semenyo hjá Bournemouth er ekki aðeins slæm fyrir liðin þeirra því þetta eru líka slæmar fréttir fyrir marga Fantasy-spilara. Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Fantasýn fór yfir stöðuna með þessa tvo öflugu leikmenn. Þeir Gabriel og Semenyo hafa skilað ófáum stigum á tímabilinu til þessa og eru því í mörgum Fantasy-liðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru báðir meiddir og Fantasýn-menn reyndu að svara því hvað sé best að gera í þessari stöðu. Fantasýn er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi, og þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Nýjasti þátturinn heitir „Tveir á toppnum“ og í honum voru mættir tveir fyrrum Íslandsmeistarar í Fantasy Premier League. Gabriel er lykilmaður í vörn Arsenal sem fær varla á sig mark og er auk þess að búa til mörk í föstum leikatriðum. Semenyo er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir Bournemouth-liðið. „Við erum með lækni í stúdíóinu, doktor Gunnar Björn. Talandi um annað ertu ekki smá pirraður yfir því að það hafi einhver annar tekið upp nafnið doktor FPL á Íslandi,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þarf að finna sé doktorsnafn „Ég hef hugsað þetta og við erum líka með Doktor Football. Við erum með doktora úti um allt og ég þarf að fara að finna mér eitthvað gott doktorsnafn,“ sagði Gunnar Björn Ólafsson. Hann var gestur þáttarins en þarna er á ferðinni stigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi tímabilið 2019-2020. „Við vinnum í því en við þurfum þitt álit,“ sagði Albert. „Doktor Gunni er náttúrulega klassík,“ sagði Gunnar. „Gabriel fer út af í landsleik á móti Brasilíu. Það er talað um vöðvameiðsl og hann heldur þarna um nárann á sér með einhvern klakapoka. Við hverju ert þú að búast sem læknir,“ spurði Albert. „Ég skoðaði þetta aðeins og þetta virtist ekki líta neitt alltof vel út. Hann virtist alveg finna til og vægar tognanir taka alltaf nokkrar vikur þó að þetta sé ekkert eitthvað háalvarlegt,“ sagði Gunnar. Arteta segir okkur aldrei neitt Það var rétt hjá Gunnari því nú er komið í ljós að Gabriel missir af næsta mánuði og spilar líklegast ekki aftur fyrr en á nýju ári. „Arteta segir okkur aldrei neitt og ég er ekki bjartsýnn á það að hann segi okkur eitthvað á blaðamannafundinum,“ sagði Gunnar. „Ef þetta eru fjórar til sex vikur þá er hann bara ‚must sell'. Við erum að fara inn í jólatörnina og hann er þá að missa af einhverjum sex til sjö leikvikum. Það er ekkert í boði og maður þarf þá bara að losa hann,“ sagði Albert. „Algjörlega,“ sagði Gunnar. Aðeins að íhuga ‚wild card' núna „Ég tók Gabriel það seint inn að ég er ekki að tapa miklu með því að losa hann,“ sagði Heiðmar Eyjólfsson sem var líka gestur í þætti vikunnar og hefur líka orðið tigahæsti leikmaður Fantasy Premier League á Íslandi. „Ég er aðeins að íhuga ‚wild card' núna. Það fer eftir því hvað kemur út úr þessu með Semenyo og Gabriel,“ sagði Heiðmar. Það má hlusta á þá ræða hvað sé besta að gera með þessa meiddu menn í þættinum sem er allur aðgengilegur hér fyrir neðan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira